Dýra­verndunar­fé­lagið Villi­kettir mót­mæla í yfir­lýsingu banni lausa­göngu katta á Akur­eyri. For­maður fé­lagsins, Arn­dís Björg Sigur­geirs­dóttir, segir í yfir­lýsingu að fé­lagið sé boðið og búið til að að­stoða bæinn í þeim málum er varða kattar­hald og spyrja hvort að reglum um katta­hald hafi verið fram­fylgt í bænum og hvort að dýra­eftir­lits­maður hafi að­stoðað fólk við að fram­fylgja þeim.

Hún segir fé­lagið hlynnt reglum um katta­hald og að þeim sé fylgt eftir á mann­úð­legan máta.

„Vissu­lega þarf að banna lausa­göngu ógeldra katta. Ógeldir kettir sýna oft á­rásar­hegðun gegn öðrum köttum og geta verið öflug veiði­dýr. Geldir kettir verða í flestum til­fellum miklu heima­kærari. Fyrir margar kisur sem eru vanar að vera frjálsar úti getur það orðið mikil skerðing á lífs­gæðum og getur valdið kvíða, stressi og van­líðan að vera lokaðar inni,“ segir Arn­dís Björg í yfir­lýsingunni.

Hún segir að fé­lagið sé mjög hlynnt reglum um katta­hald.

„Tak­marka fjöldann við tvo til fjóra ketti á heimili og al­gjört skil­yrði að taka læður úr sam­bandi og gelda fressa, ör­merkja, orma­hreinsa og bólu­setja. Eig­endum verði skylt að taka til­lit til fugla­lífs á varp­tíma með að tak­marka úti­veru þeirra eða hengja bjöllur á ól kattanna,“ segir Arn­dís Björg.

Hún segir að það fé­lagið hafi fullan vilja til að starfa með bænum í þessum málum og spyrja hvað eigi að gera við villi­kettina sem eru á svæðinu og á eftir að gelda.

„Dýra­verndunar­fé­lagið VILLI­KETTIR hefur fullan vilja til þess að starfa með Akur­eyrar­bæ að þessum málum. Við getum bent á mjög árangurs­ríkt sam­starf við mörg bæjar- og sveitar­fé­lög þar sem við höfum séð um að gelda villi­ketti og að­stoðað ver­gangsketti og erum nú fyrsta sím­tal þegar kettir eru í vanda,“ segir Arn­dís Björg í yfir­lýsingunni sem má lesa hér að neðan í heild sinni.