Fréttavaktina á föstudegi má horfa á í spilaranum hér að ofan

Í þættinum er þetta:

Vilhelm Þór Neto leikari og Ingunn Lára Kristjánsdóttir blaðamaður fara yfir helstu fréttir vikunnar og spara ekkert við sig í föstudagsfjöri í nýfengnu og algeru frelsið frá sóttvarnarreglum. Frá og með miðnætti verða allar sóttvarnartakmarkanir á bak og burt - en þau ræddu líka áhrifavaldana sem kvarta nú sáran undan afskiptum Neytendastofu, og endurákvarðanir stjórnmálamanna eins og Brynjars Níelssonar sem er hættur við að hætta við framboð.

Jónas Víkingur Árnason kemur við í þættinum. Hann er upprennandi rappari sem var að klára áttunda bekk. Hann stefnir hátt og rappar um veruleika sinn - þegar hann var tíu ára rappaði hann um eldri menn sem voru alltaf að taka undir sig fótboltavöllinn í Austurbæjarskóla. Núna rappar hann um veiðiferðir og kæsta Skötu.

Jólaball er á morgun, laugardag. Tilefnið er 20 ára afmæli Litlu jólabúðarinnar sem mun fagna þessum merka áfanga með mikilli gleði. Fagurlega skreyttu jólatré verður komið fyrir á Laugaveginum fyrir framan jólabúðina og verður dansað í kringum það undir lifandi tónlistarflutningi. Margrét Erla hitti Anne Helen Lindsay, eiganda búðarinnar