Vil­helm Neto leikarinn góð­kunni segir að ferill sinn hafi farið á mikið flug eftir að hann lék nördinn í Ára­móta­skaupinu árið 2020 sem taldi besta sótt­vörnina gegn Co­vid vera að halda niðri í sér andanum.

Villi og Diljá Mist Einars­dóttir nýr þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins verða gestir Elínar Hirst í Frétta­vikunni á Hring­braut í kvöld klukkan 18:30.

Mynd/Hringbraut

Diljá Mist gerði að um­tals­efni á Al­þingi í vikunni að hún vildi sjá breytingar á sótt­varnar­að­gerðum vegna Co­vid, en skiptar skoðanir eru á því hversu hratt og hversu mikið beri að slaka á sótt­vörnum nú þegar á Omikrón af­brigði kórónu­veirunnar virðist ekki leiða þeirra spítala­inn­lagna sem óttast var.

Vil­helm Neto segir einnig frá því hvaðan ættar­nafnið hans Neto er komið en hann ólst upp í Portúgal.

Ekki missa af fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18.30.