„Villi er í dag 3 barna fjöl­skyldu­faðir sem lifir bara flottu lífi og á bara skilið fokkings breik. Hann heim­sækir ekki Ís­land lengur því það er kallað á eftir honum hvert sem hann fer,“ segir Bald­vin E. Sigurðs­son, náinn vinur Vil­hjálms Arnar Hall­gríms­sonar.

Það muna ef­laust margir Ís­lendingar eftir Vil­hjálmi sem tók þátt í vin­sælum sjón­varps­þætti, Bandinu hans Bubba, hér á landi árið 2008. Er Vil­hjálms, eða Villa eins og hann er alla jafnan kallaður, helst minnst vegna mynd­bands af því þegar honum vafðist tunga um tönn þegar hann svaraði hvernig honum hefði liðið á sviðinu eftir flutning á lagi.

Tveimur árum eftir að þættirnir voru sýndir var saman­klipptu mynd­broti af þessu hlaðið upp á YouTu­be þar sem horft hefur verið á það rúm­lega 330 þúsund sinnum.

Verður fyrir að­kasti

Villi er bú­settur í Noregi og kemur eins og áður segir sjaldan til Ís­lands af þeirri á­stæðu að hann verður fyrir að­kasti.

Bald­vin skrifaði færslu í Face­book-hópinn Fjöl­miðla­nördar fyrr í dag þar sem hann gagn­rýndi harð­lega reglu­lega upp­rifjun á mynd­bandinu. Síðast var fjallað um at­vikið í þættinum Nostalgía sem sýndur var á Stöð 2 í gær­kvöldi og svo var skrifuð frétt upp úr þættinum sem birtist á vef Vísis í morgun.

Það var Haukur Viðar Al­freðs­son blaða­maður sem hlóð mynd­bandinu upp á sínum tíma og ræddi hann málið í við­tali í þættinum í gær­kvöldi. Í við­talinu minntist hann einnig á að hann hefði skrifað af­sökunar­beiðni til Villa sem birtist í pistli í Frétta­blaðinu árið 2015.

„En ég fékk engin við­brögð við þeirri af­sökunar­beiðni, skiljan­lega kannski.“

„Ár eftir ár, aftur og aftur“

Sem fyrr segir skrifar Bald­vin nokkuð harð­orða færslu um þá með­ferð sem vinur hans hefur mátt þola á undan­förnum árum.

„Árið 2008 tók einn af mínum nánustu vinum þátt í þættinum Bandið hans Bubba á Stöð 2. Villi hefur aldrei búið á Ís­landi í meira en 2 ár í einu. Talar þar af leiðandi Ís­lensku eftir því. Þegar hann mis­mælti sig í beinni út­sendingu tóku fáir eftir því, það var ekki fyrr en að at­vikið var sett á youtu­be 2 árum seinna þar sem þetta ein­elti hófst,“ segir Bald­vin en í sam­tali við Frétta­blaðið en kvaðst vilja láta færsluna duga til að tjá hug sinn um málið.

Í færslunni segir Bald­vin:

„Nú verða blaða­menn heldur fýldir og leiðin­legir þegar það er skotið á ís­lensku­kunn­áttu þeirra en svo virðist að það breyti engu þegar það á að gera grín af þeim sem minna mega sín. Ár eftir ár, aftur og aftur,“ bætir hann við en reglu­lega hefur verið fjallað um mynd­bandið – og önnur sam­bæri­leg – á net­miðlum hér á landi.

„Nú skal ég bara full­yrða það að hann Villi hefur ekkert gaman af þessu og ég trúi ekki öðru en að við getum tekið höndum saman og mögu­lega skammast okkar að­eins fyrir þetta 10 ára ein­elti sem ef­laust margir hérna inni, þar á meðal ég höfum tekið þátt í,“ segir hann áður en hann beinir orðum sínum að Hauki Viðari:

Kallað á eftir honum

„Haukur ef þú ert hérna, það er voða töff að biðjast af­sökunar en sjáðu nú sóma þinn í því að fjar­lægja þetta mynd­band. Gefum honum Villa upp­reisn æru, því hann á hana svo sannar­lega skilið. Villi er í dag 3 barna fjöl­skyldu­faðir sem lifir bara flottu lífi og á bara skilið fokkings breik. Hann heim­sækir ekki Ís­land lengur því það er kallað á eftir honum hvert sem hann fer,“ segir hann og beinir svo orðum sínum að Stefáni Árna Páls­syni, blaða­manni Vísis, sem skrifaði frétt upp úr Nostalgíu­þættinum sem sýndur var í gær­kvöldi.

„Stefán Árni Páls­son þú mátt líka skammast þín eða alla­vegana hafa sóma­kennd til að heyra í manninum fyrst áður en þú á­kveður að rifja upp hans versta móment sem hefur ekki gert síðustu 10 árin auð­veld. Getum við þetta saman?“

Haukur Viðar hefur nú sjálfur tilkynnt myndbandið á YouTube.

Haukur Viðar svarar gagn­rýni Bald­vins í Fjöl­miðla­nördum. „Ég tók þátt í þessu inn­slagi vegna þess að mér skildist að búið væri að læna upp við­tali við Villa líka. Það fannst mér vís­bending um að hann væri bara sáttur við þetta og mér fannst það hljóma eins og á­huga­vert inn­slag. Svona „Villi tjáir sig loksins“-eitt­hvað,“ segir hann og bætir við að hugsan­lega hafi hann mis­skilið þátta­stjórn­endur eða það átt eftir að tala við hann.

„Ég gruna þau alla­vega ekki um neina ill­kvittni. Alla­vega, ég hefði annars látið það eiga sig. Lítið nýtt í þessu ef hann er ekki með.“

Þá segist Haukur ekki geta tekið mynd­bandið af YouTu­be vegna þess að það er á svo­kölluðum „lega­cy account“ – það eru reikningar á YouTu­be sem eru stofnaðir fyrir ein­hverja á­kveðna dag­setningu.

„Ef eig­endur slíkra reikninga muna ekki lykil­orðin sín er lítið hægt að gera. Mér skilst þó að hægt sé að reporta vídeó á slíkum reikningum og það sé stundum tekið til­lit til þess,“ segir Haukur sem kveðst ekki hafa nokkra á­nægju af því að taka þátt í ein­hverju sem sé öðrum til ama. Haukur hefur nú til­kynnt mynd­bandið á YouTu­be sem ó­við­eig­andi. Haukur segir:

„En sjáum hvort þetta skili ein­hverju. Því fleiri, því lík­legra.“