Um­hverfis- og sam­göngu­nefnd Al­þingis mun taka til um­fjöllunar mál sem varða MAX-flug­vélar flug­véla­fram­leiðandans Boeing á næstunni. Icelandair, Isavia og Sam­göngu­stofa verða kölluð fyrir nefndina til að gera grein fyrir því hvernig fylgst verði með ferlinu í tengslum við af­nám kyrr­setningar þotanna.


Þotur af gerðinni Boeing MAX-737 hafa nú verið kyrr­settar síðan í mars í fyrra eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Ó­ljóst er hve­nær þeim verður hleypt aftur í loftið og vinnur Boeing nú að því að laga galla í þeim og upp­fylla allar öryggis­kröfur.

Icelandair hefur þrjár MAX-vélar í rekstri sínum sem hafa verið kyrrsettar í tæpa tíu mánuði.
Fréttablaðið/Anton Brink

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og nefndar­maður í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd, óskaði eftir því að nefndin tæki málið til um­fjöllunar. Hún greindi frá þessu á Face­book og stað­festi for­maður nefndarinnar Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, við Frétta­blaðið að hann myndi verða við beiðni hennar en ó­ljóst er hve­nær nefndin fundar um málið.


„Síðustu daga hafa fjöl­miðlar víða um heim opin­berað sam­skipti milli hátt­settra starfs­manna Boeing þar sem þeir leggja mikla á­herslu á að flug­menn MAX þotanna eigi ekki að þurfa sér­staka þjálfun ef þeir hafa réttindi á eldri gerðir af Boeing 737,“ segir Hanna á Face­book. „Til að ná því fram virðist sem fyrir­tækið hafi ekki komið hreint fram í sam­skiptum við flug­mála­yfir­völd og ein­staka flug­fé­lög hér og þar í heiminum auk þess sem efa­semdir eru viðraðar um öryggi þotanna.“


Því telur hún mikil­vægt að Icelandair, sem er með þrjár MAX-vélar í rekstri, Isavia og Sam­göngu­stofa komi fyrir nefndina og geri grein fyrir því hvernig fylgst sé með ferli Boeing við að koma vélunum aftur í loft. Einnig vill nefndin fá að vita hvaða kröfur verði gerðar af ís­lenskum flug­mála­yfir­völdum í tengslum við að hefja að nýju Ís­lands­flug með vélunum.

Ég hef óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis taki mál sem varða endurkomu MAX flugvéla Boeing til...

Posted by Hanna Katrin Friðriksson on Saturday, January 11, 2020