„Ég hef haft á­hyggjur af því í langa hríð að það yrði raf­orku­skortur á Ís­landi,“ segir Erla Björk Þor­geirs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Smá­virkjana ehf. sem hyggur á smá­virkjanir í Bjarnar­firði og Stein­gríms­firði á Ströndum.

Erla segir að á­hyggjur hennar byggist á því hvernig ýmis­legt hefur gengið til í raf­orku­málunum og nefnir þar ramma­á­ætlun stjórn­valda varðandi virkjana­kosti sér­stak­lega. Þá sé flutnings­kerfi raf­orku á­bóta­vant.

„Þótt það sé komið leyfi fyrir stór­virkjunum er ekki hægt að tengja þær nema á suð­vestur­horninu,“ segir Erla. Hún bendir á að virkjanir sem eru tíu mega­vatta eða minni tengist ekki við flutnings­kerfið heldur dreifi­kerfið og þurfi því ekki að fara í gegnum ramma­á­ætlun. „Þannig að það er auð­veldara að koma þeim í gagnið heldur en stærri virkjunum. Þá geta svæðin kannski orðið sjálf­bær í orku­málum.“

Á­form Smá­virkjana ehf. eru sögð byggja á skýrslu sem Verkís vann fyrir Vest­fjarða­stofu um hag­kvæma virkjunar­kosti á Vest­fjarða­kjálkanum. Virkjanir í Selja­á í Stein­gríms­firði og Þver­á í Bjarnar­firði eru meðal á­tján mögu­leika sem nefndir eru í skýrslunni. Fyrri virkjunin er sögð geta fram­leitt 9,22 gíga­vatts­stundir af raf­magni og sú síðari 8,14 gíga­vatts­stundir. Upp­sett afl þessara tveggja virkjana er sagt mundu verða sam­tals 3,7 mega­vött.

Erla bendir á að á Vest­fjörðum þurfi dísil­orku til að bæta skort í raf­orku­kerfinu. „Raf­orku­fram­leiðsla á þessu svæði gæti kannski sparað Orku­búi Vest­fjarða að reka dísil­vélar á Hólma­vík,“ segir hún.

Að sögn Erlu hefur það um ára­bil staðið upp­byggingu at­vinnu­vega fyrir þrifum að ekki sé hægt að af­henda orku.

„Það er fisk­eldi og margt sem þarf á orku að halda til fram­tíðar. Við þurfum að geta fram­leitt ra­f­elds­neyti í fram­tíðinni ef við ætlum að geta verið án jarð­efna­elds­neytis,“ undir­strikar Erla.

Báðar fyrr­nefndar virkjanir myndu þurfa inn­tak­slón til að hindra að loft berist í þær og til að geta jafnað raf­orku­fram­leiðsluna að ein­hverju leyti þar sem árnar verði vatns­litlar á köflum. Að­spurð segir Erla enn ekki liggja fyrir hvar slík inn­tak­slón yrðu.

„Það er alveg hægt að ganga þannig huggu­lega frá því að það þurfi ekki að valda miklum um­hverfis­spjöllum. Svona minni virkjanir þurfa ekki að verða neitt yfir­þyrmandi mann­virki í um­hverfinu ef vel er að staðið,“ segir Erla.

Á­form Smá­virkjana voru kynnt fyrir sveitar­stjórn Kaldrana­ness á dögunum og óskað eftir leið­sögn varðandi fram­gang málsins.

„Þessir heima­menn að minnsta kosti voru mjög spenntir,“ svarar Erla að­spurð um undir­tektir heima­manna.

„Við hyggjumst reyna að byggja virkjanir úti um land. Það er fullt af van­nýttum mögu­leikum og ýmsir á­huga­samir. Vonandi gengur okkur vel að afla okkur frekari verk­efna þannig að við getum tryggt raf­orku­öryggi og raf­orku­fram­boð víða um land.“