Leik­föng sem ætluð eru börnum geta sum hver verið vara­söm eins og fjöl­skylda ein í Bret­landi komst að raun um fyrir skemmstu. Mick­ey Ham­bly, sjö ára drengur í Kent á Eng­landi, þurfti að gangast undir flókna að­gerð eftir að hafa gleypt segla sem gerðu þrjú lítil göt á maga hans og ristil.

Segull­eik­föng njóta tals­verðra vin­sælda meðal barna, einkum litlar kúlur sem festast saman og hægt er að raða saman á ýmsa vegu og mynda form.

Mick­ey gleypti ein­mitt sex slíkar kúlur og ekki leið á löngu þar til hann fór að þjást af miklum kvið­verkjum. Höfðu kúlurnar fests saman og myndað lítil göt í iðrum hans sem ollu honum sárum kvölum.

Breska blaðið Mirror fjallaði um þetta og ræddi við móður drengsins, Ela­ine Ham­bly. Hún segist hafa gefið syni sínum seglana í af­mælis­gjöf ekki alls fyrir löngu eftir að Mick­ey hafði séð mynd­band á YouTu­be þar sem var verið að raða seglunum saman og mynda skemmti­lega skúlptúra. Hún hvetur þó for­eldra til að vera á varð­bergi gagn­vart leik­föngum sem þessum.

„Ég get ekki hamrað nógu fast á því – ekki kaupa þetta,“ segir hún. „Þetta lítur út fyrir að vera sak­laust, eins og skraut sem þú setur á kökur en stað­reyndin er sú að þetta getur verið stór­hættu­legt, jafn­vel lífs­hættu­legt,“ bætir hún við.

Mick­ey gekkst undir þriggja tíma að­gerð þar sem seglarnir voru fjar­lægðir. Hann er nú á góðum bata­vegi en þurfti að dvelja á sjúkra­húsi í viku eftir að­gerðina undir eftir­liti lækna.

Á vef Mið­stöðvar slysa­varna barna hér á landi er varað við segull­eik­föngum og tekið fram að þau hæfi ekki börnum yngri en átta ára.

„Hættan við þessi leik­föng er sú að ef börn gleypa fleiri en einn segul þá leita þeir hvorn annan uppi og geta fest saman í maga. Við það geta inn­yfli festast saman sem hefur á­hrif á starf­semi þeirra. Á um­búðum leik­fanga með segli á að vera við­vörun sem varar við hættunni á­samt aldursvið­vörun,“ segir á vef­síðunni.