Þing­maður Mið­flokksins hefur óskað eftir því við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann flokksins að boðað verði til flokks­ráðs­fundar í Mið­flokknum þar sem farið verði yfir stöðuna í þing­flokknum stokkað verði upp í verka­skiptingu þing­manna, eftir því sem þurfa þykir.

„Mér finnst ekki rétt að þeir fé­lagar mínir í þing­flokknum sem stigu tíma­bundið til hliðar og sneru síðan til þing­starfa sinna á nýjan leik gangi að ó­breyttu fyrir­komu­lagi á trúnaðar­störfum sínum fyrir flokkinn sem vísu,“ segir Birgir Þórarins­son, þing­maður Mið­flokksins, í yfir­lýsingu til Frétta­blaðsins.

Birgir segir í yfir­lýsingu sinni að ósk hans um upp­stokkun njóti breiðs stuðnings í pólitísku bak­landi hans og meðal fé­laga hans í Mið­flokknum víðs­vegar um landið. 

Yfir­lýsing Birgis í heild: 

Þessa dagana velta ýmsir fjöl­miðlar því fyrir sér hvort ég hyggist segja mig úr lögum við þing­flokk Mið­flokksins og sé jafn­vel á leið yfir í Sjálf­stæðis­flokkinn. Af því til­efni vil ég koma eftir­greindu með skýrum hætti á fram­færi: 

Mér finnst ekki rétt að þeir fé­lagar mínir í þing­flokknum sem stigu tíma­bundið til hliðar og sneru síðan til þing­starfa sinna á nýjan leik gangi að ó­breyttu fyrir­komu­lagi á trúnaðar­störfum sínum fyrir flokkinn vísu. Ég hef komið þeirri skoðun minni á fram­færi við for­mann Mið­flokksins að ég telji rétt að boða til flokks­ráðs­fundar eins fljótt og auðið er til þess að fara yfir stöðuna og stokka m.a. upp spilin í verka­skiptingu þing­manna eftir því sem þurfa þykir. 

Ég er ekki á leiðinni úr þing­flokknum. Ég er þar af leiðandi heldur ekki á leið yfir í Sjálf­stæðis­flokkinn. Ég geri hins vegar kröfu um á­kveðna upp­stokkun og til þess hef ég breiðan stuðning í pólitísku bak­landi mínu og einnig hjá fé­lögum mínum í Mið­flokknum víðs­vegar um landið.