Berni­e Sanders, fram­bjóðandi í for­vali Demó­krata til em­bættis for­seta Banda­ríkjanna og sitjandi öldunga­deildar­þing­maður fyrir Ver­mont, hefur lagt fram drög að á­ætlun sem felur það í sér að skuldir vegna náms­lána allra Banda­ríkja­manna verði þurrkaðar út.

Frá þessu greindi Sanders á blaða­manna­fundi í dag. „Við munum gera alla menntun að mann­réttindum,“ sagði hann fyrir framan þing­húsið í Was­hington D.C.

Ó­hætt er að segja að um metnaðar­fulla á­ætlun sé að ræða. Heildar­fjöldi greið­enda náms­lána eru 45 milljónir manns í Banda­ríkjunum og nema heildar­skuldirnar sam­tals 1,6 billjónum dollara.

„Banda­ríkja­menn skáru Wall Street úr snörunni,“ sagði Sanders og vísaði þar í að bandaríska alríkið hafi komið bönkunum til bjargar við efnahagshrunið árið 2008. „Nú er kominn tími á að Wall Street endur­gjaldi greiðann og komi milli­stéttinni í þessu landi til bjargar.“

Á­ætlaður tími í verk­efnið er ára­tugur og er gert ráð fyrir að það muni kosta allt að 2,2 billjónir dollara. Til­laga Sanders miðar að því að leggja 0,5 prósent skatt á hluta­bréf Wall Street og 0,1 prósent á skulda­bréf.

Frétt BBC um málið.