„Á næstu mánuðum munum við í Við­reisn í sam­starfi við LSH beita okkur fyrir því að settur verði á lag­girnar sér­stakur leik­skóli fyrir LSH í sam­starfi við ríkið,“ segir Þór­dís Jóna Sigurðar­dóttir, fram­kvæmdar­stjóri og fram­bjóðandi Við­reisnar í skoðanar­pistli í Frétta­blaðinu í dag.

Í pistlinum talar Þór­dís um að mann­ekla hafi lengi verið vanda­mál á land­spítalanum og segir hún að vinnu­tímarnir séu helsta á­stæða þess.

„Vakta­vinna er ekki fjöl­skyldu­væn og fátt í okkar sam­fé­lagi sem styður við fjöl­skyldu­fólk í þeirri stöðu. Það er við­bótar­á­lag að finna út úr því hvar börnin eiga að vera þegar vaktirnar eru utan hefð­bundins vinnu­tíma,“ segir hún meðal annars.

Þá telur hún að lausnin við vanda­málinu sé að það verði sér­stakur leik­skóli fyrir starfs­menn Land­spítalans að nor­rænni fyrir­mynd.

„Við teljum rétt að sá skóli verði boðinn út til sjálf­stætt starfandi aðila og tryggt að þjónustan verði á heims­mæli­kvarða líkt og er í leik­skólum borgarinnar,“ segir hún og vill að í fram­haldinu verði skoðað hvernig hægt sé að koma til móts við annað starfs­fólk í ó­líkum fyrir­tækjum og stofnunum.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.