Dóms­mála­ráð­herra kynnir nú í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á­form um sam­einingu héraðs­dóms­tólanna átta í eina stofnun. Vísað er til á­bendinga Ríkis­endur­skoðunar, sem sendi dóms­mála­ráðu­neyti skýrslu um málið í apríl 2020.

Það er for­senda sam­einingarinnar að hinn sam­einaði dóm­stóll hafi starfs­stöðvar á lands­byggðinni og er stefnt að því að þær verði efldar og styrktar með nýjum verk­efnum.

Mark­mið breytinganna er að auka skil­virkni og hag­kvæmni í rekstri héraðs­dóms­stigsins og styrkja á sama tíma fag­legan grund­völl starf­semi dóm­stigsins á lands­byggðinni. Til lengri tíma er gert ráð fyrir að breytingarnar muni ein­falda og styðja við inn­leiðingu tækni­nýjunga í máls­með­ferð þar sem unnt verður að koma þeim við.

Starfs­hópur sem dóms­mála­ráð­herra skipaði í mars síðast­liðnum um sam­einingu héraðs­dóms­tólanna er enn að störfum.