Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra segist vera með nánast til­búið frum­varp sem myndi rýmka rann­sóknar­heimild ís­lensku lög­reglunnar. Sam­kvæmt því sem hann segir í við­tali við Morgun­blaðið verður frum­varpið lagt fram strax í haust og mun meðal annars inni­halda rýmri heimildir til upp­lýsinga­öflunar.

Runólfur Þór­halls­son, að­stoðar­yf­ir­lög­­reglu­þjónn í grein­ing­ar­­deild rík­is­lög­­reglu­­stjóra, sagði í sam­tali við Morgun­blaðið í gær að lög­reglan þyrfti rýmri heimildir til að tryggja öryggi al­mennings gegn mögu­legum hryðju­verka­ógnum og segist Jón vera sam­mála því.

Sam­kvæmt Jón væru víð­tækari heimildir til sam­ræmis við það sem þekkist í ná­granna­löndum okkar. Hann segir heimildirnar mikil­vægar til að ís­lenska lög­reglan geti betur safnað upp­lýsingum um ógn sem stafar af hryðju­verka­fólki og skipu­lagðri glæpa­starf­semi og til að upp­lýsingarnar geti gengið greiðar á milli landa.

Jón segir það vera „ein­­kenni þess­ar­ar skipu­lögðu glæp­a­­starf­­semi að hún virðir eng­in landa­­mæri“. Hann segir einnig að eftir­lit með lög­reglu verði efld sam­hliða. „Svona heim­ild­ir eru vand­með­farn­ar og það þurfa að vera mjög skýr­ar regl­ur um hvernig þær eru notaðar,“ segir hann.