Kol­brún Baldurs­dóttir, odd­viti Flokks fólksins, leggur fram þá hug­mynd í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag að ráðinn verði Nætur­lífs­stjóri sem getur haldið utan um skemmtana­lífið í borginni. Stjórinn myndi safna saman öllum kvörtunum um nætur­lífið á einn stað og sam­hæfa við­brögð og vera tengi­liður fyrir þær stofnanir sem málið við­kemur; lög­reglu, heil­brigðis­eftir­liti, vinnu­eftir­liti og öðrum.

Þá leggur hún einnig til að unnið verði að því að djammið byrji fyrr á kvöldin og að það verði jafn­framt unnið að því að koma því fyrir annars staðar í borginni, þar sem færri búa.

Í grein sinni segir Kol­brún að margir hafi komið að máli við hana og lýst „ömur­legri til­veru“ um nætur í mið­bænum þegar stemningin á nætur­klúbbunum er í há­marki. Hún leggur til að bregðast við því sé bæði tryggt að reglu­gerð um há­vaða­mengun sé fram­fylgt og að lög­reglan og heil­brigðis­eftir­lit sinni virkara eftir­liti í mið­bænum og leysi upp ó­æski­lega hópa­myndun.

„Fyrsta skrefið er að virða gildandi reglu­gerðir. Lækka há­vaðann og draga mikið úr bassanum (e. subwoo­fer). Hann er versti skað­valdurinn þar sem hann berst langar leiðir og heyrist í gegnum þykkustu veggi marga tugi metra frá skemmti­stöðunum. Í öðru lagi verður lög­reglan og heil­brigðis­eftir­litið að fara eftir lögum: leysa upp ó­æski­legar hópa­myndanir (götu­partí) og fara vand­lega yfir húsa­kynni þessara nætur­klúbba með til­liti til hljóð­vistar. Ein­hver viður­lög hljóta að vera sé farið yfir leyfi­leg há­vaða­mörk, en há­vaðinn á götum má ekki vera mikið yfir 50 desí­belum (Evrópu­sam­bandið mælir með 40db),“ segir Kol­brún í grein sinni.

Hún segir að til þess að koma í veg fyrir að eig­endur skemmti­staða tapi á þessum breytingum þá þurfi að fá fólk til þess að byrja að skemmta sér fyrr og þannig sé hægt að loka fyrr.

„Slag­orðið er: eftir eitt ei heyrist neitt (sbr. eftir einn ei aki neinn). Sam­hliða þessum breytingum yrði unnið að upp­byggingu á sér­stöku skemmtana­svæði (e. par­ty zone) fyrir utan al­menna í­búða­byggð handa þeim sem vilja djamma og tjútta fram á morgun , t.d. utar­lega á Grandanum eða í ein­hverju öðru iðnaðar­hverfi. Þar gæti lög­reglan einnig haft mun betra eftir­lit með því að allt fari vel fram. Sömu­leiðis er afar brýnt að bjóða upp á nætur­strætó til að flytja fólk aftur til heim­kynna sinna þegar það er búið að fá nóg,“ segir Kol­brún í grein sinni og á­réttar að það vilji enginn banna nætur­klúbba. Heldur vilji þau finna aðrar lausnir þar sem fólk og fjöl­skyldur geta sofið ró­lega í mið­bænum.

Greinina er hægt að lesa hér í heild sinni hér að neðan.