Magnús Davíð Norð­dahl, odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi, segir ljóst út frá yfir­lýsingu lands­kjör­stjórnar fyrr í dag að með­ferð kjör­gagna í Norð­vestur­kjör­dæmi hafi ekki verið með full­nægjandi hætti. Hann segir það vera skila­boð til Al­þingis að í­huga al­var­lega að ó­gilda kosninguna í kjör­dæminu og vonast til að svo verði.

Í Kast­ljósinu í kvöld fór þátta­stjórnandinn Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir yfir málin með Magnúsi og Kára Hólmari Ragnars­syni, kennara við stjórn­skipunar­rétt við Há­skóla Ís­lands.

Mis­tök voru gerð við talningu at­kvæða í kjör­dæminu sem varð til þess að talið var tvisvar og eftir seinni talninguna duttu út fimm þing­menn og komu fimm þing­menn inn í þeirra stað. Lands­kjör­stjórn greindi frá því að loknum fundi sínum í dag að það væri nú Al­þingis að úr­skurða um hvort kosningin hafi verið gild.

„Ég bind vonir við það að þing­menn skoði þetta mál af fullri sann­girni og komist að réttri niður­stöðu og ég tel að eina rétta niður­staðan sé að ó­gilda kosningar í Norð­vestur­kjör­dæmi og boða til nýrra kosninga þar,“ sagði Magnús í Kast­ljósi í kvöld.

Vísaði hann enn fremur til þess að for­maður yfir­kjör­stjórnar í kjör­dæminu hafi sjálfur viður­kennt að mis­tök hafi verið gerð og segir Magnús ljóst að hann hafi brotið lög en for­maðurinn vísaði til hefðar í tengslum við málið. „Þetta er auð­vitað frá­leitt,“ sagði Magnús og bætti við að vegna þessa ríki ekki traust hvað kosningarnar varða.

„Ég held að aðal­spurningin sé, hvernig eiga fram­bjóð­endur Norð­vestur­kjör­dæmi, hundrað og sex­tíu talsins sem er á lista, og ekki síður kjós­endur sem þarna tóku þátt, rúm­lega sau­tján þúsund, að geta treyst því að fram hafi farið heiðar­legar og sann­gjarnar kosningar þegar sá aðili sem stýrði kosningunum, for­maður yfir­kjör­stjórnar, hefur gengið fram með þessum hætti?“

Traust og trúverðugleiki kosninganna rýrð

Magnús hefur sjálfur til­kynnt að hann muni kæra kosningarnar til kjör­bréfa­nefndar en segist aldrei hafa haldið því fram að um kosninga­svindl hafi verið að ræða, að­eins brot á kosninga­lögum. „Stað­reyndin er sú að þarna eru lög sem gilda sem á að fara eftir og það var ekki gert og það rýrir allt traust og trú­verðug­leika hvað þessar kosningar varðar.“

„Við þurfum að spyrja þeirrar stóru spurningar, hversu mikið er undir í þessu sam­hengi vegna þess að allt kerfið okkar það byggir auð­vitað á al­þingis­kosningum, þar veljum við þing­mennina sem mynda lög­gjafar­valdið, lög­gjafar­valdið ræður því hverjir fara með fram­kvæmdar­valdið og það er síðan fram­kvæmda­valdið sem skipar dómara, þannig að það er allt kerfið okkar undir,“ sagði Magnús

Þingmenn dómarar í sínu eigin máli

Kári sagði næstu skref vera að lands­kjör­stjórn muni funda þann 5. októ­ber til að út­hluta kjör­bréfum og þá muni liggja fyrir hvaða þing­menn verða á hinu nýja Al­þingi. Fyrsta verk­efni nýs Al­þingis verði síðan skipun kjör­bréfa­nefndar þar sem tekið verður til um­ræðu um hvort það eigi að úr­skurða kosninguna ó­gilda.

„Það sem lands­kjör­stjórn er að [stjórnin] muni ekki ganga lengra, eða telur það ekki hlut­verk sitt, í að úr­skurða eða á­kveða með ein­hverjum hætti hvort þetta talningar­mál eða með­ferð at­kvæða eigi að hafa ein­hver á­hrif. Lands­kjör­stjórn er að segja, það er spurning sem að Al­þingi þarf að standa frammi fyrir,“ sagði Kári.

Kjör­bréfa­nefnd verður ekki skipuð fyrr en nýtt Al­þingi hefur tekið við en það liggur þannig fyrir að þing­menn sem komust inn eftir endur­talninguna verði þeir sem taki af­stöðu til málsins. „Það er auð­vitað ansi baga­legt að við skulum búa við kerfi sem er með þessum hætti,“ sagði Magnús. Kári bendir á að það sé al­menna reglan að enginn sé dómari í eigin sök, en nú sé það ein­mitt málið.

„Varðandi ein­staka þing­menn þá er ekki gert ráð fyrir því að þeir víki sæti í sjálfri kosningunni, það er Al­þingi í heild sinni sem kýs um það hvort ó­gilda beri kosningarnar, þannig að það er kannski aðal­at­riðið. Það er gert ráð fyrir að allir taki þátt í því,“ sagði Kári.

Að lokum voru þeir spurðir út í hvort þeir telji lík­legt að Al­þingi ó­gildi kosninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi og sagðist Magnús telja svo vera en Kári sagði ýmis­legt enn ó­víst. „Ég held að það fari að veru­lega miklu leyti eftir smá­at­riðum ná­kvæm­lega í at­burða­rásinni sem við vitum ekki alveg að fullu leyti enn þá,“ sagði Kári.