Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vil leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum á Facebook.
Prófkjör flokksins í kjördæminu fer fram þann 29. maí næstkomandi. Páll Magnússon er núverandi oddviti flokksins í kjördæminu og sækist hann eftir endurkjöri. Vilhjálmur sat í þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar en Ásmundur Friðriksson var í öðru sæti.
„Það er mikilvægt að ný kynslóð hasli sér völl og taki forystu í þeim verkefnum sem framundan eru. Þess vegna vil ég leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og óska eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu þann 29. maí næstkomandi,“ skrifar Vilhjálmur í tilkynningu sinni.
Áður hefur Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, tilkynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins í kjördæminu.
NÝ KYNSLÓÐ TIL FORYSTU Kæru vinir í Suðurkjördæmi, Ég man hvernig mér leið þegar ég náði fyrst kjöri á Alþingi, þá...
Posted by Vilhjálmur Árnason on Saturday, 20 February 2021