Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, vil leiða lista flokksins í Suður­kjör­dæmi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá honum á Face­book.

Próf­kjör flokksins í kjör­dæminu fer fram þann 29. maí næst­komandi. Páll Magnús­son er nú­verandi odd­viti flokksins í kjör­dæminu og sækist hann eftir endur­kjöri. Vil­hjálmur sat í þriðja sæti listans fyrir síðustu kosningar en Ás­mundur Frið­riks­son var í öðru sæti.

„Það er mik­il­­vægt að ný kyn­­slóð hasli sér völl og taki for­ystu í þeim verk­efn­um sem fram­und­an eru. Þess vegna vil ég leiða fram­­boðs­lista Sjálf­­stæðis­­flokks­ins í Suður­­kjör­­dæmi og óska eft­ir fyrsta sæt­inu í próf­­kjör­inu þann 29. maí næst­kom­andi,“ skrifar Vil­hjálmur í til­kynningu sinni.

Áður hefur Eva Björk Harðar­dóttir, odd­viti Skaft­ár­hrepps, til­kynnt að hún sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins í kjör­dæminu.

NÝ KYNSLÓÐ TIL FORYSTU Kæru vinir í Suðurkjördæmi, Ég man hvernig mér leið þegar ég náði fyrst kjöri á Alþingi, þá...

Posted by Vilhjálmur Árnason on Saturday, 20 February 2021