Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar flutti setningarræðu sína á landsfundi Samfylkingarinnar núna klukkan 17 í dag. Logi var einn í framboði til formanns og var endurkjörinn með öllum greiddum atkvæðum á fundinum. Tilkynnt var um það klukkan 18.

Logi fór yfir víðan völl í ræðu sinni. Hann segist þakklátur fyrir þá aðstoð sem hann hefur hlotið síðasta árið, eftir að hann tók við formennsku skyndilega og er ánægður með þingflokk sinn og segist stundum líða eins og fótboltaþjálfara í suðuramerísku fótboltaliði, að sveitarstjórnarmál séu sífellt mikilvægari og sagði ríkisstjórnina ekki ráða við, eða vilja, félagslegan stöðugleika.

Í ræðunni segir:

„Það er erfitt að lýsa hvað ég er ánægður með nýjan þingflokk.  Við erum vissulega ekki nógu mörg enn þá, en þar er valinn maður í hverju rúmi. 

Oddný, með sÍna reynslu og þekkingu,

Helga Vala, hárbeitt og hæfilega hvatvís,

Guðjón kunnáttumaður í heilbrigðismálum og sniðinn í forseta stólinn,

Ágúst, þrautreyndur, með yfirburðarþekkingu á velferðar- og efnahagsmálum,

Albertína, eldklár og samviska landsbyggðirnar og loks

Guðmundur Andri, ljóðrænn og greinandi.

Mér líður eiginlega svipað og þjálfara hjá suðuramerísku knattspyrnuliði:  Það þarf ekkert að stressa sig of á að leggja upp leikkerfi.  Hæfileikarnir til að spinna og sýna frumkvæði er þeim í blóð borið.  Þau eru rík af ástríðu, réttlætiskennd og geta spilað sem lið.“

Sveitarstjórnir sífellt mikilvægari

Þá víkur hann að sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí og segir afar mikilvægt að Samfylkingin nái góðri niðurstöðu.

„Sveitarstjórnir gegna sífellt stærra og mikilvægara hlutverki. Það er skynsamlegt. Reynslan sýnir að því nær íbúum sem þjónustan er, því betri er hún.  En það er ekki endalaust hægt að flytja verkefni til sveitarfélaga án þess að fjármagn fylgi og á þessu er því miður brotalöm. Meðal brýnustu verkefna Alþingis er að endurskoða skiptingu tekjustofna ríkis og sveitarfélaga.

Þrátt fyrir reiðarslag í þingkosningum fyrir rúmu ári, náðum við að lifa af meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hélt fánanum á fánanum á lofti. Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara.  Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf.“

Reykjavík orðin nútímaleg borg á þeirra vakt

Hann segir Reykjavík hafa umbreyst frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg á þeirra vakt og þar skipti þétting byggðar miklu máli.

„En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi

Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans, hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg.   Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á. 

 Þessi þróun er ekki bara skynsamleg af fjárhagslegum ástæðum.  Borgin er orðin fallegri, heilsusamlegri og loks eru þessi áform jafnvel líkleg til þess að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftlagsmálum.“

Vill kveðja gamaldags stjórnmálamenningu

Þá víkur Logi að stjórn ríkistjórnarinnar sem sem hann segir hverja vitleysuna reka aðra.

„Það er ólíku saman að jafna, stjórn höfuðborgarinnar og landsstjórnarinnar, þar sem hver vitleysan rekur aðra.

Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika.

Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum.

Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki.

Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött,  þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómsstigs

Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja.“

Fylgjast má með fundinum hér í spilaranum að neðan. Ræða Loga Einarssona er einnig í heild sinni hér að neðan. 

Ræða Loga Einarssonar

Kæru félagar, verið velkominn á landsfund Samfylkingarinnar.

Ég ætla ekki að hafa þetta mjög langt en eftir réttan klukkutíma kemur í ljós hvort ég fæ tækifæri til að halda lengri og vonandi efnismeiri ræðu, á morgun undir liðnum stefnuræða nýs formanns.

Ég er þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég hef fengið á síðasta ári, eftir að hafa tekið við formennsku með óvæntum hætti. Sérstaklega hlýt ég að nefna Oddnýju Harðardóttur, Heiðu, Margréti Lind, stjórn og framkvæmdarstjórn.

Þetta ár hefur inniborið flest sem prýða gæti pólitíska sjónvarpsþætti og það er líklega einsdæmi að formaður á sínu fyrsta ári nái að sigla þremur stjórnarmyndunarviðræðum uppá sker!

Um þau mál hef ég nú þegar tjáð mig svo mikið en sannfæri ykkur um að okkar tími kemur næst!

Við fundum undir kjörorðinu frelsi, jafnrétti og samstaða.  Það eru einkunnarorð frönsku byltingarinnar, sem marka tímamót í baráttu almennings fyrir betri kjörum og auknum réttindum.  Baráttu sem hefur staðið alla götu fram á þennan dag og mun standa um ókomna tíð.

Samfylkingin og forverar hennar hafa verið virkur hluti þeirrar baráttu í meira en 100 ár.

Fundurinn er haldinn nokkuð seinna en til stóð. Upphaflega átti hann að vera 29.október síðast liðin, en skömmu eftir að það var ákveðið, sprakk íslensk ríkisstjórn öðru sinni á rúmu ári vegna, spillingar og leyndarhyggju. Þar sem áðurnefnd dagsetning bar upp á kjördag, var ekki um neitt annað að ræða en að fresta fundi og hér erum við mætt.

Við öllu skemmtilegri aðstæður því Samfylkingin hefur rúmlega tvöfaldað þingmannafjöldann.

„Það er erfitt að lýsa hvað ég er ánægður með nýjan þingflokk.  Við erum vissulega ekki nógu mörg enn þá, en þar er valinn maður í hverju rúmi. 

Oddný, með sÍna reynslu og þekkingu,

Helga Vala, hárbeitt og hæfilega hvatvís,

Guðjón kunnáttumaður í heilbrigðismálum og sniðinn í forseta stólinn,

Ágúst, þrautreyndur, með yfirburðarþekkingu á velferðar- og efnahagsmálum,

Albertína, eldklár og samviska landsbyggðirnar og loks

Guðmundur Andri, ljóðrænn og greinandi.

Mér líður eiginlega svipað og þjálfara hjá suðuramerísku knattspyrnuliði:  Það þarf ekkert að stressa sig of á að leggja upp leikkerfi.  Hæfileikarnir til að spinna og sýna frumkvæði er þeim í blóð borið.  Þau eru rík af ástríðu, réttlætiskennd og geta spilað sem lið.“

En betur má ef duga skal. Við erum mætt aftur til leiks og ætlum okkur fyrri styrk. 

Okkur gefst raunar gullið tækifæri til frekari sóknar eftir tvo mánuði, í sveitarstjórnarkosningum. Þar er afar mikilvægt að Samfylkingin og þeir listar sem hún á aðild að nái góðri niðurstöðu. Auðvitað flokksins vegna en fyrst og fremst fyrir fólkið í landinu.

„Sveitarstjórnir gegna sífellt stærra og mikilvægara hlutverki. Það er skynsamlegt. Reynslan sýnir að því nær íbúum sem þjónustan er, því betri er hún.  En það er ekki endalaust hægt að flytja verkefni til sveitarfélaga án þess að fjármagn fylgi og á þessu er því miður brotalöm. Meðal brýnustu verkefna Alþingis er að endurskoða skiptingu tekjustofna ríkis og sveitarfélaga.

Þrátt fyrir reiðarslag í þingkosningum fyrir rúmu ári, náðum við að lifa af meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hélt fánanum á fánanum á lofti. Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara.  Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf.“

„En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi

Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans, hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg.   Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á.

Þessi þróun er ekki bara skynsamleg af fjárhagslegum ástæðum.  Borgin er orðin fallegri, heilsusamlegri og loks eru þessi áform jafnvel líkleg til þess að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftlagsmálum.“

Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein  skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftlagsvánni.  Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin.

„Það er ólíku saman að jafna, stjórn höfuðborgarinnar og landsstjórnarinnar, þar sem hver vitleysan rekur aðra.

Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika.

Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum.

Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki.

Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött,  þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómsstigs

Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja.“

Kæru félagar, hér er mætt sveitarstjórnarfólk af öllu landinu.  Þó margt sé að sjálfu sér ólíkt í starfsumhverfinu, er þjónusta við börn, ungmenni, ungt fólk og aldraða sammerkt með ykkur öllum. Dæmin sýna að jafnaðarmönnum er best treystandi fyrir henni.

Ég hvet ykkur því til að funda hvert með öðru, formlega og óformlega.  Deila reynslu og leggja grunn að góðum sigrum um allt land í vor.

Okkar bíður þétt dagskrá næstu tvo daga.  Milli spennandi erinda,  mótum við stefnu flokksins og setjum honum markmið.

Þá skulum við endilega nota tækifærið til að skemmta okkur  saman. Það er vanmetinn hluti af félagsstarfi.

Gerum það samt fallega og munum að hér eigum við öll að vera örugg, okkur sé  sýnd kurteisi og tilheyrileg virðing.

Við skulum eiga uppbyggilegar samræður, án öfga, með virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.

Við þurfum þó ekki alltaf að vera sammála: Aðalatriðið er að við séum deilum markmiðum og leiðir að þeim.

Látum ekki mál sem geta virst sára einföld, en eiga sér flókna anga, ræna athyglinni. Verum skynsöm og stórlynd. Einblínum á það sem sameinar okkur en ekki það sem sundrar. Þess vegna tölum við um samstöðu frekar en bræðralag í yfirskrift fundarins.

Konur sem hafa stigið fram á liðnum mánuðum, undir merkjum #METOO, eru skýrt dæmi um það hverju samstaða getur skilað. Það hefur verið magnað að verða vitni að þeim krafti sem kallar á breytta stjórnmálamenningu og betri aðstæður kvenna í lífi og starfi. Samfylkingin á að vera farvegur fyrir aukið kvenfrelsi og jafnrétti almennt.

Heilbrigt samfélag okkar sjálfra er ágætis prófsteinn á það hvort okkur er treystandi fyrir landsstjórninni eða að reka sveitarfélag. 

Að lokum vil ég segja þetta.  Það er heiður að sitja landsfundinn með ykkur um helgina.

Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn uppá hnén aftur. 

Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum.

Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.

Kæru félagar: frelsi, jafnrétti og samstaða!

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að lá ljóst um kjör Loga Einarssonar til formanns