Innlent

Vill koma Íslandi í fremstu röð

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, ræddi meðal annars vöxt flugsamganga á þingi í kvöld. Sagði hann þróun á eignarhaldi jarða hafa breyst hratt hér á landi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra. Fréttablaðið/Eyþór

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra sagði að ríkisstjórnin legði áherslu á fjölbreytni og sagði samfélagið vera á fleygiferð á Alþingi í kvöld. Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu fyrir komandi þing í kvöld og voru umræður á þingi í kjölfar hennar. 

Sigurður Ingi sagði markmið ríkistjórnarinnar væri skýrt: „Að koma Íslandi í fremstu röð og efla samkeppnishæfni á sem flestum sviðum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja áherslu á fjölbreytt atvinnulíf og minntist á fordæmalausan vöxt í flugsamgöngum. 

„Framlag þessarar atvinnugreinar til vegrar landsframleiðslu skipta orðið miklu sem lifibrauð og eru margfeldisáhrifin umtalsverð. Nú er farið af stað að móta fyrstu flugstefnu á Íslandi sem mun taka á öllum þáttum er varða flugstarfsemi hér á landi.“

Þá ræddi hann á fundi aðila vinnumarkaðarins, forsvara Sambands sveitarfélaga og ríkistjórnarinnar frá því að ríkisstjórnin var mynduð fyrir níu mánuðum. Sigurður greindi frá því að þeir fundir hefðu meðal annars skilað því að Kjararáð hefði verið lagt niður og atvinnuleysisbætur og Ábyrgðarsjóður launa hefðu hækkað. 

Eins minntist Sigurður á aðgerðaráætlun ríkistjórnarinnar varðandi loftlagsbreytingar og sagði brýnt að íbúar víðs vegar um landið hafi jöfn tækifæri þar sem sumir hverjir hefðu mátt þola mikla óvissu í sínum rekstri. 

„Þá hefur þróun á eignarhaldi jarða breyst hratt síðustu ár sem hefur eðlilega valdið miklum áhyggjum,“ sagði Sigurður. „Í því sambandi er ekki óeðlilegt að horfa til Norðurlanda m.t.t. að setja skilyrði fyrir kaupum bújörðum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Stjórnmál

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Sjávarútvegur

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Auglýsing

Nýjast

Leit að látnum gæti tekið vikur

Deila um ágæti samkomulags

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda

Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga

Sjö hafa fallið á Gasasvæðinu

Auglýsing