Ás­mundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, vill að Al­þingi veiti fram­kvæmda­leyfi fyrir lagningu Suður­ne­sja­línu 2 sem loft­línu, milli Hamra­ness í Hafnar­firði og Rauða­mels í Grinda­vík.

Ás­mundur er fyrsti flutnings­maður laga­frum­varps um málið en að því standa einnig fleiri þing­menn Suður­kjör­dæmis úr nokkrum flokkum.

Línan á að bæta af­hendingar­­öryggi raf­orku á Suður­nesjum og auka flutnings­getu milli höfuð­borgar­svæðisins og Suður­nesja, til að styðja við af­hendingar­öryggi á höfuð­borgar­svæðinu og að styrkja flutnings­kerfi raf­orku á suð­vestur­horni landsins. Lagning línunnar hefur tafist mjög frá því að fram­kvæmda­leyfi fékkst 2013. Land­eig­endur og um­hverfis­verndar­sam­tök hafa kært leyfið og eftir ó­gildingu Hæsta­réttar árið 2016 þurfti Skipu­lags­stofnun að gefa út nýtt mat þar sem sex kostir voru skoðaðir.

Jarð­strengur ekki í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda

Lands­net vill leggja loft­línu en Skipu­lags­stofnun komst að þeirri niður­stöðu að sá kostur hefði nei­kvæðustu á­hrifin í för með sér á ferða­þjónustu og náttúru. Jarð­strengur væri væn­legri. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir sagði í fyrra, þegar hún var ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, að jarð­strengur væri ekki í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda.

Ás­mundur leggur til að Al­þingi veiti heimild með lögum til fram­kvæmda við hin „nauð­syn­legu flutnings­virki“ þar sem við­komandi sveitar­stjórnir hafa ekki þegar veitt fram­kvæmda­leyfi.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa þrjú af fjórum sveitar­fé­lögum þegar veitt fram­kvæmda­leyfi vegna Suður­ne­sja­línu 2, en bæjar­stjórn Sveitar­fé­lagsins Voga neitar að veita Lands­neti leyfið.

Sjálf­stæðis­menn vilja grípa fram fyrir hendur sveitar­fé­lagsins til að „tryggja fram­gang þjóð­hags­legra mikil­vægra fram­kvæmda í flutnings­kerfi raf­orku“, eins og segir í greinar­gerð með frum­varpi Ás­mundar.

Fyrir og eftir ljósmyndir af Suðurnesjalínu 2.
Mynd: Landsnet