Willum Þór Þórs­son, heil­brigðis­ráð­herra, hefur lagt fram drög í sam­ráðs­gátt stjórn­valda varðandi breytingu á lögum um heil­brigðis­starfs­menn. Breytingin felur í sér hækkun á há­marks­aldri heil­brigðis­starfs­manna ríkisins úr 70 árum í 75 ár.

Sam­kvæmt nú­gildandi lögum er vinnu­veit­endum starfs­manna ríkisins gert að segja upp ráðningar­samningi við starfs­mann frá og með næstu mánaða­mótum eftir að hann verður 70 ára. Ef fyrir­huguð breyting verður að veru­leika verður heil­brigðis­starfs­mönnum þó enn sagt upp við 70 ára aldur, en heimilt yrði að ráða þá aftur með nýjum ráðningar­samning til 75 ára aldurs. En þá yrði að segja þeim upp endan­lega.

Í drögunum kemur fram að mark­miðið með breytingunni sé að mæta þeim mönnunar­vanda sem opin­ber heil­brigðis­þjónusta stendur frammi fyrir. Stór hluti heil­brigðis­starfs­fólks nái 70 ára aldri á næstu misserum, þá sér­stak­lega innan stærstu stéttanna sem eru sjúkra­liðar og hjúkrunar­fræðingar, en í þeim stéttum sé þegar mikill skortur á fag­fólki.