Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík segir í færslu á Face­book að banda­lag flokksins með Pírötum og Sam­fylkingunni sé öflugt og að nú sé kominn tími á að hefja form­legar meiri­hluta­við­ræður með Fram­sóknar­flokknum.

„Eftir kosningar hefur eðli­lega verið mikill á­hugi á því hver verður við stjórn­völinn í Ráð­húsinu næstu fjögur árin. Eins og þekkt er fórum við í Við­reisn í banda­lag með Pírötum og Sam­fylkingu fljót­lega eftir kosningar, hvað varðar meiri­hluta­við­ræður. Í því banda­lagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað,“ segir Þór­dís á Face­book.

Hún segir að banda­lagið með Pírötum og Sam­fylkingunni vera aug­ljós kostur þegar skoðaðar eru mál­efna­á­herslur Við­reisnar í kosninga­bar­áttunni. „Sér­stak­lega hvað varðar skipu­lags-, sam­göngu- og lofts­lags­mál. Þetta verða helstu og mikil­vægustu við­fangs­efni næstu fjögurra ára og mikil­vægt að vanda þar til verka,“ segir Þór­dís.

Næsta skref er að hefja meiri­hluta­við­ræður með Fram­sókn að sögn Þór­dísar. „Við viljum því láta á þetta banda­lag reyna með því að hefja form­legar meiri­hluta­við­ræður með Fram­sóknar­flokknum, sem setti Sam­göngu­sátt­mála og upp­byggingu í­búða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starf­hæfur og öflugur meiri­hluti að okkar mati.“