Hildur Sverris­dóttir, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, lagði til að „brugg­hús­dagur“ verði haldinn há­tíð­legur, frumvarp um breytingu á áfengislögum var samþykkt á Alþingi fyrr í kvöld. Breytingin felur í sér það að fram­leiðslu­staðir á­fengis geti selt á­fengi og er því frá­vik frá þeirri reglu að ÁTVR hafi einka­leyfi á smá­sölu á­fengis.

„Loksins, loksins, því að þrátt fyrir að málið láti kannski ekki mikið yfir sér, þá er þetta allra fyrsta glufan sem við myndum lög­festa hér gegn undan­þágu Ís­lenska ríkisins frá EES samningnum á ein­okun á smá­sölu á á­fengi,“ sagði Hildur í ræðu­stól á Al­þingi áður en málið var samþykkt.

Ég ætla að leyfa mér að segja að ég held að þessu til­efni ættum við að á­kveða að 15. júní, eða jafn­vel 16. júní eftir at­vikum, verði haldin há­tíð­legur eins og við höfum haldið upp á bjór­daginn frá 1. mars 1989 og kalla hann „brugg­hús­daginn.“

Við lok ræðu hennar má heyra þing­menn í þing­sal kalla „Heyr, heyr!“ en ræðu Hildar má sjá í heild sinni hér.

Eins og Hildur segir þá hefur bjór­dagurinn verið haldinn há­tíð­legur ár hvert þann 1. mars, en þá var sala á bjór leyfð aftur, eftir að hafa verið bannaður frá árinu 1915. 340.000 dósir af bjór seldust á fyrsta bjórdeginum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fagnaði því að frumvarpið hefði verið samþykkt. „Þann 1. júlí næstkomandi tekur stærsta breytingin á áfengislögum gildi frá því áður en ég var hugmynd (1989),“ skrifar hún á Twitter.