Sam­iðn, sam­band iðn­fé­laga, hvetur stjórn­völd að tryggja að á­takið Allir vinna verði fest varan­lega í sessi. Þetta kemur fram í á­lyktun mið­stjórnar­funds sam­bandsins.

Meðal þeirra ráð­stafana sem stjórn­völd gripu til á árinu 2020 var á­takið Allir vinna sem fólst í því að virðis­auka­skattur vegna fram­kvæmda og endur­bóta var endur­greiddur að öllu leyti.

Í á­lyktun Samiðnar segir að um­ræddar að­gerðir hafi heppnast vel og nema til dæmis endur­greiðslurnar fyrir janúar til ágúst á þessu ári sam­tals 5,9 milljörðum króna.

„Á­takið stuðlar að mörgum virðis­aukandi verk­efnum til sam­fé­lagsins. Enn fremur skiptir það miklu máli út frá neyt­enda­sjónar­miðum. Sam­iðn hvetur því stjórn­völd að festa um­rædd átak í sessi sem að öllu ó­breyttu rennur út um næst­komandi ára­mót,“ segir í til­kynningu frá Sam­iðn.

Í á­lyktun Samiðnar kemur fram að það sem skipti al­menning mestu máli þegar kemur að störfum iðnaðar­manna séu gæði vinnu þeirra. Þetta kom fram í könnun sem Ráð­húsið vann fyrir Sam­iðn í ágúst síðast­liðnum.

„Eitt það mikil­vægasta til að tryggja góð vinnu­brögð í iðn­greinum er að við­halda ríkum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem hyggjast starfa þar. Að neyt­endur geti full­vissað sig um að fá fag­lega þjónustu frá fag­manni sem þekki til verka hér á landi. Stjórn­völd verða því að tryggja að lög­vernduð iðn­greina sé tryggð og að ríkur hvati sé til staðar að leita sér iðn­menntunar.“