Katrín Huld Bjarna­dóttir, eig­andi Blóma­setursins – Kaffi kyrrðar í Borgar­nesi, vill fá Ís­lendinga til að beygja til vinstri í Borgar­nesi. Byggða­ráð Borgar­fjarðar­byggðar tók já­kvætt í erindi Katrínar um þetta mál og lagði til við at­vinnu-, markaðs- og menningar­mála­nefnd, að taka af­stöðu til þess og huga að i skilta­málum í sveitar­fé­laginu.

Katrín segir allt of marga Ís­lendinga ekki taka vinstri beygjuna í Borgar­nesi. „Flest­allir vita hvaða beygja þetta er. Þegar vinstri beygjan er tekin þá kemur þú inn í svo heillandi hluta Borgar­ness. Hér eru söfn, veitinga­staðir, kaffi­hús, dá­sam­leg náttúru­fegurð, Bjössa­róló og fleira sem svo margir fara á mis við,“ út­skýrir Katrín.

Að sögn Katrínar er reyndar uppi gamalt skilti, en það sé að­eins með merki fyrir sund­laug bæjarins.

„Ég var að benda á að Ís­lendingar ætla að ferðast innan­lands í sumar og kannski mætti skipta um skilti og setja meiri upp­lýsingar um hvað er í gangi hér. Þetta er nefni­lega ein besta beygja sem við­komandi getur tekið í lífinu,“ undir­strikar Katrín Huld Bjarna­dóttir og hlær.

Katrín Huld eig­andi Blóma­setursins – Kaffi kyrrðar í Borgar­nesi.
Unnur Magna