Tama­yo Mar­ukawa, jafn­réttis­ráð­herra Japan, leggst gegn frum­varpi um breytingar á nafna­lögum þannig að konur fengju að halda eftir­nafni sínu við giftingu sam­kvæmt breska blaðinu The Guar­dian.

Í Japan er hjónum enn bannað að bera sitt eftir­nafnið hvort. Hefur það verið harð­lega gagn­rýnt af kven­réttinda­hreyfingum í gegnum tíðina. Í 96 prósentum til­vika taka konur ættar­nafn eigin­manns við giftingu. Af iðn­væddum ríkjum heims er Japan eftir­bátur í kven­réttinda­bar­áttu og fáar konur sitja í ríkis­stjórn.

Nafna­málið hefur komið til kasta dóm­stóla. Árið 2015 úr­skurðaði hæsti­réttur að lög­gjöfin, sem er frá 1896, stangaðist ekki á við stjórnar­skrá. Mar­ukawa segir and­stöðu sína við frum­varpið ekki draga úr henni í jafn­réttis­bar­áttunni. Fylgir hún flokks­fé­lögum sínum á hægri­vængnum sem telja breytingu geta skaðað fjöl­skyldu­gildin.

Þetta er í mikilli and­stöðu við þjóðar­viljann. Rúm­lega 70 prósent Japana eru hlynnt breytingu á lög­gjöfinni en að­eins tæp­leg 15 prósent vilja halda henni ó­breyttri.

Mar­ukawa segir á­kvörðun sína per­sónu­lega en þrátt fyrir það notar hún sjálf sitt eigið ættar­nafn út á við. Hún er gift þing­manninum Taku Otsu­ka og ber því Otsu­ka-nafnið á öllum opin­berum skjölum.