Hrafn­hildur P. Þor­steins­dóttir birti um síðustu helgi saman­tekt á Face­book-síðu sinni og myndir af dýra­níð sem hafa, að hennar sögn, fengið að við­gangast undir eftir­liti og stjórn Mat­væla­stofnunar. Hún kallar eftir breytingum á dýra­haldi á Ís­landi, á eftir­liti með því og lögum og reglu­gerðum.

„Ég er bara ein­stak­lingur, ein­hver kona út í bæ. Ég nafn­greini bara bæi sem þegar hafa verið nafn­greindir í svona málum í færslunni en ég vil hreyfa við æðstu mönnum. Al­menningur er brjálaður,“ segir Hrafn­hildur um færsluna.

„Bændur um land allt hafa haft sam­band við mig vegna þessa og hafa bent mér á bæi sem hafa allt niðrum sig,“ segir hún og um fá­mennan hóp bænda sé að ræða sem hafi ekki sitt á hreinu.

Hún beitti sér fyrr í mánuðinum í máli hrossanna á Vestur­landi sem hafa verið til um­fjöllunar í fjöl­miðlum en þrettán þeirra voru að enda felld.

„Síminn hefur ekki stoppað síðan og það hafa margir bændur hringt og þakkað mér fyrir,“ segir hún en hún sjálf hefur verið í sveit átta sumur og í hestum allt sitt líf.

Hún segir að það hafi vantað svona saman­tekt og yfir­sýn í þessum málum og gagn­rýnir að dóm­stólar hafi ekki tekið harðar á svona málum.

„Það er and­vara­leysi og með­virkni.“

Enginn fangelsisdómur fyrir dýraníð

Hún er mjög gagn­rýnin á að allir geti haldið dýr á Ís­landi og að eftir­liti með því sé einnig svo á­bóta­vant.

„Það er merki­legt að það er ekkert for­dæmi fyrir því að fólk fái fangelsis­dóm fyrir dýra­níð. Það þarf að breyta lögunum og gera það að skyldu að fá leyfi til að halda skepnur. Ég vil að reglum sé breytt eins og í Noregi og að níðingar fari í fangelsi og fái ekki að halda skepnur í fimm ár,“ segir Hrafn­hildur.

Hún segir að hún vonist til þess að fá stuðning frá sam­tökum eins og Bænda­sam­tökunum í þessari bar­áttu sinni og frá stjórn­mála­mönnum.

Hrafn­hildur var í við­tali í síðustu viku á vef Mann­lífs þar sem hún sagði að ef ein­hver væri með vit á Al­þingi þá myndu þau sjá að það er mikið að.

„Það er hægt að blaðra enda­laust um það hvort að vín­búðin eigi að vera opin á sunnu­dögum eða fara selja vín í mat­vöru­verslunum. Ég nota orð Georgs Bjarn­freðar­sonar um þetta: Þetta er fólk sem hefur of mikinn frí­tíma,“ sagði hún í við­talinu.

Þá segir hún Mat­væla­stofnun ekki geta sinnt eftir­liti og skepnur eigi ekki að gjalda þess að fólk mis­þyrmi þeim. Hún kallar eftir því að svipað kerfi sé uppi og fyrir börn.

Eftirlitsmenn of tengdir

Hún er einnig gagn­rýnin á það að dýra­eftir­lits­menn séu kyn­bóta­dómarar og vill að það séu ó­háðir aðilar sem búi ekki á því svæði sem dýrin eru á, sem gerir ekki boð á undan sér og hafa engin tengsl við eig­endur.

„Eftir­lits­menn á svæðum á Suður- og Vestur­landi eru kyn­bóta­dómarar sem er ó­á­sættan­legt vegna tengsla. Þetta er mjög ó­þægi­legt í öllu falli vegna okkar smæðar,“ segir Hrafn­hildur og að það sé deginum ljósara að það þurf ein­hver ó­tengdur að annast þessi mál.

„Í þessum mál­efnum ætti að vera fólk sem hefur ekki nein tengsl, bara kerfis­fólk. Ís­kalt.“

Hrafn­hildur segir MAST hafa tak­markaða getu til að fara í að­gerðir og sé „logandi hrætt við mál­sóknir“ og að héraðs­dómur hafi iðu­lega ekki tekið hart á slíkum málum. Hún segir lagaum­gjörðina ekki nægi­lega góða og að land­svæði héraðs­dýra­lækna séu of stór.