Ingi­leif Jóns­dótt­ir, próf­ess­or í ó­næm­is­fræð­i, vill að ung­menn­i verð­i ból­u­sett hér á land­i gegn Co­vid-19 sem fyrst, áður en skól­a­hald hefst síð­ar í mán­uð­in­um.

„Það er búið að leyf­a bæði Pfiz­er og Mod­ern­a fyr­ir þann ald­urs­hóp. Og smit­sjúk­dóm­a­stofn­un Band­a­ríkj­ann­a til dæm­is var að end­ur­nýj­a sín­ar ráð­legg­ing­ar í gær, seg­ist hafa far­ið yfir þær fá­tíð­u auk­a­verk­an­ir sem hafa ver­ið lýst hjá ung­um karl­mönn­um, og segj­a að þær séu mjög fá­tíð­ar í þess­um hópi tólf til fimm­tán ára og þeir ráð­leggj­a ein­dreg­ið að sá hóp­ur sé ból­u­sett­ur og sem fyrst, áður en skól­arn­ir byrj­a og áður en börn­in hóp­ast sam­an,” seg­ir Ingi­leif í við­tal­i í kvöld­frétt­um RÚV.

Ing­leif seg­ir Delt­a-af­brigð­ið, sem greind­ist fyrst hér á land­i 17. júní, sé í það minnst­a tvö­falt meir­a smit­and­i og vald­i al­var­legr­i sjúk­dóm­i, einn­ig hjá þeim sem yngr­i eru. Það sé ó­líkt því sem ver­ið hef­ur með önn­ur af­brigð­i veir­unn­ar. Hún býst við því að fram muni koma ný og skað­sam­ar­i af­brigð­i Co­vid, uns all­ir jarð­ar­bú­ar eru ból­u­sett­ir.