At­hafna­maðurinn Haraldur Þor­leifs­son segist borga flug­miða og gistingu á Grikk­landi fyrir Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, svo hann geti kynnt sér að­stæður þeirra flótta­manna sem þar eru.

Haraldur greindi frá boðinu á sam­skipta­miðlinum Twitter í dag, en boðið hefur vakið tals­verða at­hygli net­verja.

Tón­listar­maðurinn Ólafur Arnalds er meðal þeirra sem skildi eftir at­huga­semd við tíst Haraldar.

„Ég var ein­hvern­tímann með hug­mynd um ferða­skrif­stofu ras­ista. Crowd­funded ferðir fyrir ras­ista til múslíma­landa. Getum kallað hana Feðra­veldið,“ skrifar Ólafur.

„Ef það er þetta sem þarf til þess að maðurinn hætti að ljúga í fjöl­miðlum þá veitir ekki af,“ skrifar ein.

„Af hverju samt? Honum er skít­sama hvort að­stæður séu góðar eða ekki. Maðurinn er tjara að innan,“ skrifar annar.

Eins og fram kom í Frétta­blaðinu í dag mætti Jón Gunnars­son á fund með alls­herjar- og mennta­mála­nefnd til þess að svara spurningum um að­gerðir og að­ferðir lög­reglu í síðustu viku, þegar fimm­tán um­sækj­endum um vernd var vísað úr landi í skjóli nætur.

Á fundinum sagði Jón meðal annars að það væri öruggt að fólk sem sent væri til Grikk­lands endaði ekki á götunni.

Arn­dís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir, þing­maður Pírata, telur að Jón hafi einungis endur­tekið rang­færslur á fundinum, sem áður hafi komið fram.

„Því er haldið fram núna að það sé ekki rétt að fólk sé á götunni en það liggja fyrir um þetta opin­berar og á­reiðan­legar skýrslur opin­berra aðila. Þetta er ekki eitt­hvað sem við eigum að vera að þræta um. Það er svo­lítið leiðin­legt hvernig þeim hefur tekist að gera það að ein­hverju vafa­máli í þessari um­ræðu. Það var kannski svo­lítið leiðin­legt,“ sagði Arn­dís Anna.