Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist vilja gera allt sem hann geti til að láta gott af sér leiða í þágu betri samskipta milli Rússlands og Bandaríkjanna. Tækifærið gæti skapast á fundi Norðurskautsráðsins sem fer fram á Íslandi í maí.

Hann seg­ist bjart­sýnn á að ut­an­rík­is­ráð­herr­ar allr­a ríkj­a sem sæti eiga í Norð­ur­skauts­ráð­in­u komi til fund­ar í ráð­in­u á Ís­land­i í maí þeg­ar for­mennsk­u Ís­lands lýk­ur og Rúss­ar taka við kefl­in­u. Stað­fest­ing á komu Serg­eis Lavr­ov sé mjög á­nægj­u­leg.

„Ég var fyrst­i ut­an­rík­is­ráð­herr­ann í mjög lang­an tíma sem var boð­að­ur til Moskv­u af Lavr­ov. Ég er bú­inn að fund­a með hon­um nokk­uð oft og við­skipt­i mill­i land­ann­a hafa ver­ið að auk­ast. Við höf­um átt mjög gott sam­starf við þá hvað varð­ar norð­ur­slóð­ir.“

Að­spurð­ur sér­stak­leg­a um Blin­ken, ut­an­rík­is­ráð­herr­a Band­a­ríkj­ann­a, seg­ir Guð­laug­ur að hann sé bjart­sýnn á komu hans þótt op­in­ber stað­fest­ing þar á hafi ekki bor­ist.

„Við höf­um lagt mikl­a á­hersl­u á að all­ir muni mæta og erum von­góð um að það verð­i,“ seg­ir Guð­laug­ur. Hann seg­ir Ís­lend­ing­a hafa feng­ið mik­ið lof fyr­ir hvern­ig hald­ið hafi ver­ið á spöð­un­um í ráð­in­u und­ir for­mennsk­u Ís­lands við erf­ið­ar að­stæð­ur. Lögð hafi ver­ið á­hersl­a á það í ráð­in­u að að­ild­ar­rík­in ein­beit­i sér að norð­ur­slóð­um og hald­i öðr­um spenn­u­mál­um fyr­ir utan vinn­u ráðs­ins.

„Ef hins veg­ar það verð­ur full­mann­að á fund­in­um, sem við von­umst til, þá skyld­u menn ekki van­met­a mik­il­væg­i þess bara í stór­a sam­heng­in­u,“ seg­ir Guð­laug­ur innt­ur eft­ir því hvort hann sjái mög­u­leik­a á að liðk­a fyr­ir við­ræð­um ut­an­rík­is­ráð­herr­a Band­a­ríkj­ann­a og Rúss­lands, komi þeir báð­ir til fund­ar­ins.

„Við erum auð­vit­að boð­in og búin til þess og höf­um allt­af ver­ið, til að gera allt sem við get­um til að láta gott af okk­ur leið­a til að bæta sam­skipt­i stór­veld­a. Við gerð­um það með eft­ir­minn­i­leg­um hætt­i í Höfð­a á sín­um tíma. Það ligg­ur alveg fyr­ir að það er eng­in breyt­ing hjá okk­ur hvað það varð­ar.“

Að­spurð­ur um af­stöð­u Ís­lands til yf­ir­stand­and­i mill­i­ríkj­a­deiln­a Band­a­ríkj­a­mann­a og Rúss­a seg­ir Guð­laug­ur: „Það ligg­ur alveg fyr­ir hver stað­a okk­ar í heim­in­um er. Við höf­um ekk­ert skor­ast und­an sam­stöð­u [vest­rænn­a ríkj­a], það vita það all­ir. Hins veg­ar höf­um við líka allt­af lagt á­hersl­u á sam­tal­ið. Það get­ur ekki kom­ið neitt nema gott út úr því að menn ræði sam­an.“