Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill opna almenningsgarð í úthverfi Reykjavíkur til að auka afþreyingu fyrir íbúa.

Kolbrún Baldursdóttir hefur lagt fram tillögu um opnun almenningsgarðs sem verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Þar er lagt til að opna grænt svæð; almenningsgarð með afþreyingu og kaffihúsi þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun.

Borgarstjórn stefnir á að gera Reykjavík að grænni borg og með græna plani sínu stefnir borgin að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Kolbrún telur að tillaga sín gæti verið góð viðbót við grænu borgina.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Kaffistofa í Elliðaárdal

Hún leggur til að taka undir svæði í Elliðaárdal eða jafnvel við Landbúnaðarskóla Íslands á Keldnaholti í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur eða jafnvel íþróttafélög auk samráðs við íbúana á hverjum stað.

„Flestir viðburðir sem borgin stendur fyrir eru í miðborginni. Fá opin svæði eru eftir í miðborginni,“ stendur í greinargerð Kolbrúnar. Hún segir tillöguna ganga út á að upplýsa þá sem koma á staðinn um gildi umhverfisverndar, hvort sem það er að rækta landið eða til að koma í veg fyrir sóun. Svæðið myndi hafa bæði fræðslu- og skemmtanagildi.

„Kaffistofa yrði á staðnum og miðað við að þar verði þess gætt að hugsa til umhverfisins og leiðbeiningar verði um hvernig best sé að slíku staðið. Kaffistofan ætti að nota sem mest innlenda framleiðslu og á sumrin básar t.d. um helgar þar sem m.a. heimaframleiðsla yrði seld. Slíkt hefur jákvæðan umhverfisávinning.“