Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, segir að Rússar þurfi að hljóta „sann­gjarna refsingu“ fyrir að ráðast inn í Úkraínu. Selenskíj á­varpaði alls­herjar­þing Sam­einuðu þjóðanna í New York í nótt.

Í mynd­bands­á­varpi sínu, sem tekið var upp áður en þingið kom saman, kallaði Selenskíj meðal annars eftir því að sér­stökum stríðs­glæpa­dóm­stól yrði komið á lag­girnar og fór yfir meinta stríðs­glæpi Rússa í Úkraínu frá því að stríðið hófst. Þannig væri hægt að draga yfir­völd í Moskvu til á­byrgðar fyrir dráp á sak­lausum borgurum.

Í gær var greint frá því að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hefði til­kynnt um her­kvaðningu allt að 300 þúsund her­manna. Sagði Selenskíj aug­ljóst í því ljósi að Pútín hefði engan á­huga á að friður kæmist á milli ríkjanna. Í um­fjöllun BBC kemur fram að gestir alls­herjar­þingsins hafi staðið upp og klappað eftir að Selenskíj lauk á­varpi sínu.

Í morgun var greint frá því að Rússar og Úkraínu­menn hefðu gert með sér fanga­skipti, þau stærstu síðan stríðið hófst í febrúar síðast­liðnum. Rússar sendu 215 fanga, þar á meðal tíu út­lendinga, til Úkraínu á meðan að Rússar tóku á móti 55 föngum sem voru í haldi í Úkraínu.