Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­kona Pírata, kallaði eftir því í um­ræðu um störf þingsins fyrr í dag að ríkis­stjórnin for­dæmi inn­rás Tyrkja í Sýr­land.

Þór­hildur sagði í ræðu sinni að yfir­lýst á­stæða inn­rásarinnar sam­kvæmt tísti for­seta væri að koma í veg fyrr inn­göngu hryðju­verka­manna. Hún sagði for­seta Tyrk­lands, síðan halda fram þeirri „firru“ í tísti sínu að í fram­haldi af því að með inn­rásinni muni Tyrkir varð­veita land­fræði­legt sjálf­stæði Sýr­lands og frelsa íbúa landsins.

„Kæri for­seti, inn­rás Tyrkja er glæpur gegn friði. Hún gengur gegn grund­vallar­reglum þjóðar­réttar og ég kalla eftir því að ríkis­stjórnin, sér í lagi hæst­virtur for­sætis­ráð­herra Katrín Jakobs­dóttir og hæst­virtur utan­ríkis­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórðar­son, lýsi því yfir hið fyrsta,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Hún sagði það ljóst í al­þjóða­lögum og dóma­fram­kvæmd að um lög­brot væri að ræða og kallaði eftir því að á­rásin væri kölluð eftir sínu rétta nafni, sem hún segir vera ó­lög­mæta inn­rás.

Hægt er að horfa á ræðu Þór­hildar í heild sinni hér að neðan.