Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, kallaði eftir því í umræðu um störf þingsins fyrr í dag að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland.
Þórhildur sagði í ræðu sinni að yfirlýst ástæða innrásarinnar samkvæmt tísti forseta væri að koma í veg fyrr inngöngu hryðjuverkamanna. Hún sagði forseta Tyrklands, síðan halda fram þeirri „firru“ í tísti sínu að í framhaldi af því að með innrásinni muni Tyrkir varðveita landfræðilegt sjálfstæði Sýrlands og frelsa íbúa landsins.
„Kæri forseti, innrás Tyrkja er glæpur gegn friði. Hún gengur gegn grundvallarreglum þjóðarréttar og ég kalla eftir því að ríkisstjórnin, sér í lagi hæstvirtur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir og hæstvirtur utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, lýsi því yfir hið fyrsta,“ sagði Þórhildur Sunna.
Hún sagði það ljóst í alþjóðalögum og dómaframkvæmd að um lögbrot væri að ræða og kallaði eftir því að árásin væri kölluð eftir sínu rétta nafni, sem hún segir vera ólögmæta innrás.
Hægt er að horfa á ræðu Þórhildar í heild sinni hér að neðan.