Kol­brún Þor­steins­dóttir segist hafa upp­lifað ótta, van­líðan og niður­lægingu á meðan hún dvaldi á með­ferðar­heimilunum Varp­holti og Lauga­landi í Eyja­firði en hún opnar sig um upp­lifun sína í við­tali við Stundina í dag.

Þar segist hún vilja viður­kenningu á því sem gerðist fyrir hana og aðrar stelpur og að ein­hver taki á­byrgð á því sem átti sér stað á heimilunum. „Við vorum bara börn sem var farið illa með,“ segir Kol­brún og bætir við að það sé enn erfitt að tala um dvöl hennar á heimilunum.

Fyrrum skjól­stæðingar Lauga­lands og að­stand­endur þeirra hafa síðast­liðna daga stigið fram með sína upp­lifun eftir að til­kynnt var að starf­semi heimilisins myndi hætta í sumar en skorað var á yfir­völd að finna leið til að halda starf­semi heimilisins gangandi.

Var hrædd hvern einasta dag

Kol­brún greinir frá því í sam­tali við Stundina að hún dvalið í Varp­holti og á Lauga­landi í rúmt ár þegar hún var 15 ára gömul en hún er í dag 37 ára. „Mér fannst stemningin á staðnum strax mjög skrýtin,“ minnist Kol­brún. „Stelpurnar voru allar svo þöglar, eins og þær væru bældar.“

Hún lýsir því í kjöl­farið hvernig þá­verandi for­stöðu­maður Lauga­lands, In­gjaldur Arn­þórs­son, hafi komið fram við stelpurnar og talað niður til þeirra en hún segir að hann hafi ráðist á hana eftir að hún spurði af hverju hann kæmi svona fram við þær.

„Ég var skelfingu lostin og of­boðs­lega brugðið og hugsaði oft um það eftir á hvað hinar stelpurnar voru ró­legar, þær virtust ekki kippa sér neitt upp við þetta al­var­lega at­vik,“ segir Kol­brún en hún segir óttan hafa verið alls­ráðandi árið sem hún dvaldi á heimilinu. „Ég var hrædd hvern einasta dag meðan ég var þarna, upp­lifði mikið von­leysi. Van­líðanin var mér næstum um megn.“

Öllu sópað undir teppið

Kol­brún greinir frá því að for­eldrar hennar hafi sótt hana eftir rúmt ár en þau hafi haft það á til­finningunni að eitt­hvað væri að. „Þau sáu bara að ég var brotin,“ segir Kol­brún en árið 2001 sagði hún Braga Guð­brands­syni, for­stjóra Barna­verndar­stofu, frá of­beldinu.

Hann hafi þó ekki fylgt á­bendingunum eftir og í svari Barnaverndarstofu til umboðsmanns barna árið 2002 segir starfsmaður að andinn á heimilinu væri góður, þrátt fyrir að umboðsmanni barna hafi borist ábendingar frá nokkrum börnum sem dvöldu á heimilinu.

„Ég er í sjokki eftir að hafa séð þessi gögn. Ég er sár og reið. Þetta var fólkið sem átti að vernda okkur og það vissi þetta og sópaði öllu undir teppi. Ég bara trúi þessu ekki. Var öllum sama um okkur? Við vorum bara börn.“

Viðtal Stundarinnar við Kolbrúnu í heild sinni má finna hér.