Logi Einars­­son, for­­maður Sam­­fylkingarinnar, vill að ís­­lensk stjórn­völd for­­dæmi við­­brögð Donalds Trump Banda­­ríkja­­for­­seta opin­ber­­lega við mót­­mælunum sem hafa brotist út í landinu í kjöl­far dauða Geor­­ge Floyd. Trump hefur þótt taka afar illa á á­standinu sem hefur skapast úti og hefur verið gagn­rýndur fyrir að hóta að kalla herinn út gegn mót­mælendum.

„Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með á­standinu í Banda­ríkjunum. Banda­ríkja­menn hafa lengi haldið á lofti möntrunni um ameríska drauminn, sem byggir á traustum stoðum lýð­ræðis, mann­réttinda, frelsis og jafn­réttis,“ sagði Logi í upp­hafi ræðu sinnar á þinginu í dag þegar störf þingsins voru til um­ræðu.

„Ein­staklingar geti með elju­semi unnið sig upp úr fá­tækt og skapa sér og sínu vel­sæld. Stað­reyndin er hins vegar sú að veikt vel­ferðar­kerfi, ó­manneskju­legt heil­brigðis­kerfi, mis­skipting auðs og djúp­stætt mis­rétti setur stóra hópa fólks í von­lausa stöðu sem er erfitt að komast úr.“

„Ein birtingar­mynd þessa mis­réttis er endur­tekið lög­reglu­of­beldi, nú síðast morð lög­reglu á Geor­ge Floyd,“ sagði Logi. Hann sagði að vissu­lega eins­korðuðust kyn­þátta­for­dómar ekki við Banda­ríkin heldur þrifust þeir líka á Ís­landi eins og dæmin sýndu. „Við þurfum auð­vitað að skera upp her­ör til að eyða þeirri ó­væru sem ras­ismi er úti um allt líka á Ís­landi.“

„En al­þjóða­sam­fé­lagið verður líka að þora að láta Banda­ríkja­menn heyra það þegar við á. Þó við Ís­lendingar séum fá þá höfum við rödd sem tekið er eftir og við eigum að nota hana þegar mikið liggur við,“ hélt hann á­fram og benti á að Ís­land hefði ein­mitt oft gert það til dæmis í mann­réttinda­ráði Sam­einuðu þjóðanna til að gagn­rýna mann­réttinda­brot ríkja um heim allan.

„Nú ríður ein­fald­lega á að við höfum bein í nefinu til að tala við Banda­ríkja­menn. Þess vegna hvet ég stjórn­völd til að gagn­rýna þetta rót­gróna mis­rétti sem við­gengist hefur í Banda­ríkjunum í 400 ár og ekki síður gagn­rýna við­brögð nú­verandi for­seta sem kyndir undir sundrungu og gerir hlutina enn verri en ella,“ sagði hann loks.