Jair Bol­sonaro, for­seti Brasilíu, hefur hvatt lands­menn til að halda á­fram með líf sitt þó að lítið lát sé á út­breiðslu kórónu­veirufar­aldursins í landinu.

Á fimmtu­dag voru stað­fest smit rétt rúm­lega 75 þúsund sem er það mesta á einum sólar­hring síðan í júlí í fyrra­sumar. Á sama tíma voru and­lát 1.699. Brasilía er það land í heiminum þar sem hvað flest kórónu­veiru­smit hafa greinst. Að­eins hafa fleiri greinst í Banda­ríkjunum á því rúma ári sem er liðið síðan veiran greindist fyrst.

Reu­ters greinir frá því að Bol­sonaro hafi gert lítið úr þessari auknu út­breiðslu í ræðu sem hann hélt á fimmtu­dag. Sagði hann að fólk þyrfti að hætta að „væla“ vegna á­standsins. „Hversu lengi ætlar fólk að vera heima og hversu lengi á allt að vera lokað? Það þolir þetta enginn lengur.“

Aukin út­breiðsla veirunnar hefur orðið til þess að heil­brigðis­yfir­völd í höfuð­borginni Brasilíu og stærstu borg landsins, Sao Pau­lo, hafa gripið til harðari sam­komu­tak­markana. Þá hafa yfir­völd í Rio de Janeiro, vin­sælustu borg landsins meðal ferða­manna, gripið til út­göngu­banns.

Brasilísk yfir­völd hafa verið gagn­rýnd nokkuð fyrir seina­gang þegar kemur að bólu­setningum. Tæp­lega 3,5% lands­manna hafa fengið bólu­efni og þar af margir að­eins fyrri sprautuna af tveimur. Sam­kvæmt frétt Reu­ters er ekki út­lit fyrir að bólu­setningum í Brasilíu ljúki fyrr en á næsta ári.