Innlent

Vill að lands­fundi flokksins verði flýtt

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmeðlimur í Flokki fólksins, segir að fullyrðingar Karls Gauta um fjármál flokksins í höndum Ingu Sæland eigi við rök að styðjast og vill flýta landsfundi flokksins.

Halldór Gunnarsson er fyrrverandi sóknarprestur. Skjáskot

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Flokki fólksins, segir að fullyrðingar Karls Gauta Hjaltasonar, fyrrverandi þingmanns flokksinsum óvandaða meðferð fjármuna flokksins í höndum Ingu Sælands, séu réttar og vill hann að landsfundi flokksins verði flýtt, að því er fram kemur á mbl.is.

Þar vísar Halldór í staðhæfingar Karls sem hann birti í gær þar sem hann sagðist telja óeðlilegt að formaður stjórnmálaflokks sæti á sama tíma yfir fjárreiðum hans sem prókúruhafi og gjaldkeri flokksins auk þess sem hann gæti ekki sætt sig við að opinberu fé væri varið í launagreiðslur í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga.

Báðir þingmenn Flokks fólksins, þau Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson tjáðu sig um ummæli Karls Gauta í gær og sögðu hann fara með fleypur. Inga sagði hann mæla í hefnigirni á meðan Guðmundur sagði hann vísvitandi fara með rangt mál. 

Sjá einnig: Segir Karl Gauta vísvitandi segja rangt frá

Ljóst er þó að Halldór er ekki sama sinnis og Inga og Guðmundur. „Sem fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólks­ins, sem ég sagði mig frá vegna trúnaðarbrests við formann flokksins, vil ég staðfesta hvert orð í blaðagrein Karls Gauta Hjaltasonar, sem hann skrifaði í Morgunblaðið, þar sem hann útskýrir ummæli, sem hann lét falla um formann flokksins.“

Halldór segir að hann hafi verið algjörlega sammála Gauta og að málið hafi komið upp um leið og að flokkur Fólksins hafi komist inn á þing en Inga hafi átt erfitt með að sætta sig við athugasemdir Karls um fjármál flokksins. Hann segir ekki rétt það sem Guðmundur sagði um að Karl og Ólafur hafi boðað til fundarins á Klaustur Bar með það fyrir augum að ganga til liðs við Miðflokkinn. 

Halldór er enn meðlimur í flokknum og ætlar að láta á það reyna að ná skynsamlegri niðurstöðu í málinu. Hann vill flýta landsfundi flokksins svo hægt verði að klára málið og sætta deiluaðila.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

Kjaramál

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Innlent

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Auglýsing

Nýjast

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Illviðri um allt land í dag

Óveðrið í dag stoppar strætóferðir

​ Hrifsaði síma af vegfaranda á Laugavegi

Auglýsing