Fyrir helgi voru niður­stöður sam­keppni Sam­takanna ´78 um hýr­yrði kynnt. Dóm­nefnd Hýr­yrða 2020 mælti með ný­yrðunum kvár, stálp, mág­kvár og svil­kvár. Í um­fjöllun dóm­nefndar kom fram nánari skýring á orðunum sem eru lögð til. Þar segir að kvár eigi að vera kyn­hlut­laust orð í stað kona eða karl og stálp sé kyn­hlut­laust nafn­orð í stað stelpa eða strákur, það er manneskja sem ekki er full­vaxta.

Þor­björg Þor­valds­dóttir er for­maður Sam­takanna ´78, sat í dóm­nefnd Hýr­yrða 2020, er með meistara­próf í mál­vísindum og er grunn­skóla­kennari. Hún hefur því alveg sér­stakan á­huga á málinu.

„Við gerum þetta vegna þess að það vantar ný orð. For­nafnið hán var búið til fyrir um átta árum og við höfum rekið okkur á það að fólk er að nota orðið eins og nafn­orð. Þannig það segir „Nonni er hán“ í stað þess að segja „Nonni er kall“. For­nafnið hefur verið notað sem nafn­orð því það vantaði nafn­orð,“ segir Þor­björg í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hún segir að þau hafi séð að það vantaði kyn­hlut­laus nafn­orð fyrir karl og konu, kyn­segin mann­eskju, og fyrir stelpu og strák.

„Það koma margir yngri ein­staklingar út sem kyn­segin og fyrir það kemur stálp,“ segir Þor­björg og bætir við:

„Þetta snýst um að loka gati og mæta þörf sem hefur verið.“

Orðin ná fótfestu ef þau mæta þörf

Hún segir að það sé nauð­syn­legt að vekja at­hygli á orðunum til að koma þeim í notkun en að við­miðið sé einnig að kyn­segin fólk vilji nota orðið um sig.

„Ef þessi orð mæta þörfinni þá fara þau að nota orðin um sjálf sig. Þá ná þau fót­festu því fjöl­skyldan og aðrir fara einnig að nota orðin og svo vindur það upp á sig,“ segir Þor­björg.

Hún segir að til að að­stoða við út­breiðslu hjálpi einnig að kynna orðið eins og þau gerðu í ár. Þau hafi haldið sam­bæri­lega hýð­yrða­keppni árið 2015 og þá hafi komið fram orðin eikynhneigð fyrir enska orðið „asexu­al“.

„Af því að það var þörf fyrir það þá hefur það smollið inn,“ segir Þor­björg.

Hún segist hafa gaman af því að pæla í tungu­málinu og að það sé sé á­huga­vert að það séu ekki til hlið­stæð orð í ensku tungu­máli. Það sé notað „gender qu­eer per­son“ eða eitt­hvað á­líka þar sem lýsingar­orð eru notuð í stað þess að eitt­hvað eitt nafn­orð gangi upp. Það sé því alls ekki að­eins ís­lenska tungu­málið sem vinni stans­laust að því að að­laga sig að nýjum raun­veru­leika.

Er ekki líka betra að hafa ís­lensk orð?

„Jú, við viljum geta notað ís­lensk orð til að lýsa okkar raun­veru­leika og það er mikil­vægt. Það er hin­segin fólki mikil­vægt að geta gert það,“ segir Þor­björg.

Og væntan­lega er það nauð­syn­legt fyrir tungu­málið, svo það lifi á­fram?

„Ef við erum ekki með ís­lensk orð á ein­hverju sviði þá tapar ís­lenskan á þessu notkunar­sviði. Það hjálpar ís­lenskunni að vera við­eig­andi [e. rele­vant],“ segir Þor­björg.

Hér að neðan má sjá hvernig orðin beygjast og dæmi um notkun.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð eikynja fyrir enska orðið asexual ofar, en hið rétta er að Þorbjörg talaði um eikynhneigð. Leiðrétt 27.1.2021 klukkan 12:54.

Kvár

Við kynnum nýju orðin okkar sem valin voru af dómnefnd Hýryrða: Kvár (sbr. karl, kona) Dómnefnd var sammála um að...

Posted by Samtökin '78 on Monday, 25 January 2021

Stálp

Við kynnum nýju orðin okkar sem valin voru af dómnefnd Hýryrða: Stálp (sbr. stelpa, strákur) Orðið stálp er heppilegt...

Posted by Samtökin '78 on Tuesday, 26 January 2021

Svilkvár/Mágkvár

Við kynnum nýju orðin okkar sem valin voru af dómnefnd Hýryrða: Mágkvár (sbr. mágkona, mágur) og svilkvár (sbr....

Posted by Samtökin '78 on Wednesday, 27 January 2021