Lítil stemmning virðist fyrir því að setja enn frekar kynjakvóta vegna skipunar í efstu stjórnarlög fyrirtækja þótt kynjamismunur sé enn mikill þegar kemur að efstu lögum stjórnenda. Þetta kemur fram í viðtölum í sérstökum þætti um Jafnvægisvog FKA á Hrinbraut í kvöld sem frumsýndur er Kl.19.30. Haldin var viðamikil ráðstefna um Jafnvægisvogina í okóber síðastliðnum.

Þáttur um Jafnvægisvogina

Jafnvægisvogin er um eitt stærsta verkefni FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, Jafnvægisvoginar. frumsýndur í kvöld. Jafnvægisvogin er svonefnt hreyfiafl til að bæta stöðu kynjanna í æðstu stjórnun fyrirtækja á landinu og stefnt er að því að árið 2027 verði hlutfallið á milli karla og kvenna orðið að minnsta kosti 40/60 í framkvæmdastjórnum félaga á Íslandi.

Rannveig vill frekari kynjakvóta

Einn helsti leiðtogi í íslensku atvinnulífi, Rannveig Rist, forstóri Álversins í Strsuamsvík sagði það skoðun sína á ráðsefnunni um Jafnvægisvogina að setja þyrfti lög um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir fyrirtækja líkt og gert var um stjórnin í fyrirtækjum fyrir rúmum áratug.

Kynjakvótar ekki skilað öllu

Þrátt fyrir lög um jafnan rétt karla og kvenna og lög um kynjakvóta í stjórnum, hefur staða kvenna lítið breyst. Samkvæmt mælaborði Jafnvægisvogar FKA og kemur fram á heimasíðu félagsins, er hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi 26,5 prósent og hlutfall kvenkyns forstjóra/framkvæmdastjóra 23,4 prósent. Þá hefur kvenna í stjórnum hækkað um lítil 2 prósent á síðustu 10 árum og á jafn mörgum árum hefur hlutfall forstjóra/framkvæmdastjóra hækkað um 3 prósent.

Rætt við stjórnendur leiðandi fyrirtækja

Þátturinn er í umsjón Lindu Blöndal þar sem rætt er við umsjónarmenn Jafnvægisvogarinnar og leiðandi fyrirtækja landsins.

Hildur Árnadóttir formaður Jafnvægisvogarráðs FKA og Magnús Harðarson, forstjóri kauphallarinnar á Íslandi eru viðmælendur í þættinum en einnig Hermann Guðmundsson forstjóri Sjóvá, Thelma Kristín Kvaran, verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar og Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO.

Hildur sagði að lítil stemmning væri fyrir frekari íþyngjandi aðgerðum líkt og kynjakvótum í framkvæmdastjórnir en þolinmæðin væri ekki endalaus, við því væri fyrirvari eins og hún orðar það: „En viljum ekki sýna þessu neina sérstaka þolinmæði,“ sagði Hildur.

Á Hringbraut Kl.19.30 í kvöld á föstudaginn 5.nóvember.