Björn Ingi­mars­son, sveitar­stjóri Múla­þings, veit ekki til þess að nokkur íbúi á Seyðis­firði ætli að flytja úr bænum vegna ofan­flóðanna og hættu­á­standsins þar.„Ég hef ekki skynjað annað en að vilji fólks sé til að búa á­fram á Seyðis­firði. Þess vegna er verið að hraða vinnu eins og mögu­legt er varðandi skipu­lags­þáttinn þannig að hægt sé að hefja fram­kvæmdir,“ segir Björn.Sau­tján hús skemmdust mikið eða eru ónýt. Bú­seta er bönnuð í fjórum að auki.

„Ég hef ekki skynjað annað en að vilji fólks sé til að búa á­fram á Seyðis­firði. Þess vegna er verið að hraða vinnu eins og mögu­legt er varðandi skipu­lags­þáttinn þannig að hægt sé að hefja fram­kvæmdir við ný­byggingar sem fyrst,“ segir Björn.

Verið er að mynda starfs­hóp til að mynda stefnuna, til dæmis varðandi flutning húsa.Alls skemmdust 39 hús í skriðu­föllunum í desember, þar af 17 mikið eða eru gjör­ó­nýt. Þar fyrir utan hefur bú­seta verið bönnuð í fjórum húsum og segir Björn að vinna sé hafin við upp­kaup á þeim í sam­vinnu við Ofan­flóða­sjóð.Ester Hlíðar Jen­sen, land­mótunar­fræðingur hjá Veður­stofunni, segir að rýmingarnar séu gerðar í á­kveðnum skrefum.

Það er til að sjá hvernig hlíðin bregst við vaxandi úr­komu­veðri. „Við munum halda þessu plani fram á vor þegar leysingarnar verða,“ segir hún. „Í vor eða sumar verður svo gert hættu­mat og nýtt verk­lag í kjöl­farið.“ Vel er fylgst með svæðinu og fyrir rýminguna á þriðju­dag hafði vatn aukist í holum vegna bráðnunar. „Við vildum sjá hvaða á­hrif það hefði að á­kveðin úr­koma kæmi ofan á þannig að­stæður,“ segir Ester.Að­spurð hvort á­standið á Seyðis­firði tengist lofts­lags­breytingum segist Ester ekki geta full­yrt um það.

Oft hafi rignt meira en þetta á undan­förnum ára­tugum. Árið í ár sé þó sér­stakt að því leyti að svo mikið hafi rignt í desember.„Auð­vitað er þetta ekki það sem maður helst kýs en þessar að­gerðir al­manna­varna eru skyn­sam­legar og bera vott um að verið sé að gæta fyllstu var­úðar,“ segir Björn. Hreinsun stendur nú yfir og horft er til þess að laga að­gengi að húsum fyrir lok mars­mánaðar þrátt fyrir að veður­farið hafi truflað.
Hreinsunar­starfið allt klárist þó ekki fyrr en í lok ársins.

Náttúru­ham­fara­sjóður bætir skemmt hús­næði en þar fyrir utan hefur sveitar­fé­lagið greitt 90 milljónir fyrir ýmis verk­efni og tínist enn til. Þá er sveitar­fé­lagið að gera út­tekt á röskun at­vinnu­lífsins í þorpinu í sam­starfi við Austur­brú. Hún sé tölu­verð, ill­fært hefur verið lengi um svæðið og hin svo­kallaða Silfur­höll, þar sem nokkur fyrir­tæki höfðu að­stöðu, gjör­eyði­lagðist.