Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, veit ekki til þess að nokkur íbúi á Seyðisfirði ætli að flytja úr bænum vegna ofanflóðanna og hættuástandsins þar.„Ég hef ekki skynjað annað en að vilji fólks sé til að búa áfram á Seyðisfirði. Þess vegna er verið að hraða vinnu eins og mögulegt er varðandi skipulagsþáttinn þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir,“ segir Björn.Sautján hús skemmdust mikið eða eru ónýt. Búseta er bönnuð í fjórum að auki.
„Ég hef ekki skynjað annað en að vilji fólks sé til að búa áfram á Seyðisfirði. Þess vegna er verið að hraða vinnu eins og mögulegt er varðandi skipulagsþáttinn þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir við nýbyggingar sem fyrst,“ segir Björn.
Verið er að mynda starfshóp til að mynda stefnuna, til dæmis varðandi flutning húsa.Alls skemmdust 39 hús í skriðuföllunum í desember, þar af 17 mikið eða eru gjörónýt. Þar fyrir utan hefur búseta verið bönnuð í fjórum húsum og segir Björn að vinna sé hafin við uppkaup á þeim í samvinnu við Ofanflóðasjóð.Ester Hlíðar Jensen, landmótunarfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að rýmingarnar séu gerðar í ákveðnum skrefum.
Í vor eða sumar verður svo gert hættumat
Það er til að sjá hvernig hlíðin bregst við vaxandi úrkomuveðri. „Við munum halda þessu plani fram á vor þegar leysingarnar verða,“ segir hún. „Í vor eða sumar verður svo gert hættumat og nýtt verklag í kjölfarið.“ Vel er fylgst með svæðinu og fyrir rýminguna á þriðjudag hafði vatn aukist í holum vegna bráðnunar. „Við vildum sjá hvaða áhrif það hefði að ákveðin úrkoma kæmi ofan á þannig aðstæður,“ segir Ester.Aðspurð hvort ástandið á Seyðisfirði tengist loftslagsbreytingum segist Ester ekki geta fullyrt um það.
Oft hafi rignt meira en þetta á undanförnum áratugum. Árið í ár sé þó sérstakt að því leyti að svo mikið hafi rignt í desember.„Auðvitað er þetta ekki það sem maður helst kýs en þessar aðgerðir almannavarna eru skynsamlegar og bera vott um að verið sé að gæta fyllstu varúðar,“ segir Björn. Hreinsun stendur nú yfir og horft er til þess að laga aðgengi að húsum fyrir lok marsmánaðar þrátt fyrir að veðurfarið hafi truflað.
Hreinsunarstarfið allt klárist þó ekki fyrr en í lok ársins.
Náttúruhamfarasjóður bætir skemmt húsnæði en þar fyrir utan hefur sveitarfélagið greitt 90 milljónir fyrir ýmis verkefni og tínist enn til. Þá er sveitarfélagið að gera úttekt á röskun atvinnulífsins í þorpinu í samstarfi við Austurbrú. Hún sé töluverð, illfært hefur verið lengi um svæðið og hin svokallaða Silfurhöll, þar sem nokkur fyrirtæki höfðu aðstöðu, gjöreyðilagðist.