Starfsgreinasambandið vill að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði og að þau verði skattfrjáls. Skattleysismörk Persónuafsláttur verði tvöfaldaður.

Sambandið samþykkti kröfugerðir gagnvart stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins í dag. Öll 19 fé­lögin inn­an Starfs­greina­sam­bands­ins standa að kröfu­gerðinni.

Gerð er krafar um að lágmarkslaunum, 425 þúsund krónur, verði náð við lok samningstímans.

Þá vill sambandið að ráðist verði í þjóðarátak í húsnæðismálum. Sambandið vill að ríki, svietarfélög og lífeyrissjóðir skoði útfærslur sem geri ráð fyrir fjármögnun verkamannabústaðakerfis.

Fram kemur að sambandið vilji takmarka skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis í ferðaþjónustu. Hækkanir leiguverð og trygging greidd af leigutaka verði skilmerkilega takmarkaðar.

Auk þess vill sambandið, svo eitthvað sé nefnt, lengja fæðingarorlof, hækka barnabætur, draga úr skerðingum og að öryrkjar og aldraðir njóti sömu kjarahækkana og launafólk á almennum vinnumarkaði. Þá vill sambandið afnema verðtryggingu á neytendalánum, lægri stýrivexti og þak á húsnæðisvexti, svo vaxtakjör verði sambærileg við nágrannalöndin.