Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í gær um að fjölga snjallgangbrautum við skóla í Reykjavík til að auka öryggi barna á leið í og úr skóla.

Fjórar slíkar gangbrautir eru í notkun í tilraunaskyni.

Í snjallgangbrautum er notuð tækni sem lýsir aðeins upp gangbraut þegar vegfarendur nálgast.

Í bókuninni segir að umferðaröryggi sé ábótavant við skóla Reykjavíkur. Aðeins sjö skólar séu með gangbrautarljós og að við níu skóla séu engar gangbrautir að finna