Bandaríska utanríkisráðuneytið lýst yfir áhuga sínum á að opna á ný ræðisskrifstofu á Grænlandi. Þetta er sagt hluti af áætlun Bandaríkjanna um aukin umsvif og hagsmunagæslu á norðurslóðum. Bandaríkin voru með ræðisskrifstofu á Grænlandi í seinna stríði en henni var lokað árið 1953.

Að sögn AP-fréttastofunnar hefur sérstakur tengiliður við Grænland þegar tekið til starfa hjá sendiráði Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn og á næsta ári er gert ráð fyrir sjö starfsmönnum í fullu starfi á ræðisskrifstofunni.