Helga Vala Helga­dóttir hefur á­samt öðrum þing­mönnum Sam­fylkingarinnar lagt fram frum­varp sem reisir skorður við út­hlutun styrkja og fram­laga af skúffu­fé ráð­herra í að­draganda kosninga. Lagt er til að ráð­herrum sé ó­heimilt að veita slíkt fjár­magn úr opin­berum sjóðum síðar en átta vikum fyrir kjör­dag.

„Í að­draganda al­þingis­kosninga hefur borið á því að ráð­herrar hefji út­hlutanir til ein­stakra mála í stórum stíl allt fram að kjör­degi til að vekja at­hygli á sér og sínu fram­boði. Telja flutnings­menn það vera ó­lýð­ræðis­legt að svo sé farið með al­manna­fé og að­staða sé mis­notuð með þessum hætti,“ segir í greinar­gerð með til­lögunni.