Sigur­borg Ósk Haralds­dóttir, for­maður skipu­lags-og sam­göngu­ráðs Reykja­víkur­borgar og Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, leggja í dag báðar til að Ís­lendingar skoði lestar­sam­göngur.

Til­efnið er frétt Frétta­blaðsins um að Evrópu­sam­bandið skoði nú að nota hluta af tveggja trilljóna evra björgunar­sjóði til að koma upp hrað­lesta­kerfi um álfuna.

„Við eigum að skoða lestar­sam­göngur á Ís­landi. Sér­stak­lega í ljósi Co­vid 19. Sér­stak­lega í ljósi lofts­lags­breytinga. Sér­stak­lega í ljósi lífs­gæða komandi kyn­slóða,“ skrifar Sigur­borg.

Hún segir að sam­göngu­á­ætlun sem nú sé í um­ræðu á Al­þingi bera keim af hugar­farinu „business as usu­al.“ Bendir hún á að þar sé hvergi minnst á að skoðaðar verði kostnaður eða á­bati við lestar­sam­göngur hér­lendis. Mikil­vægt sé að sam­göngu­á­ætlun taki mið af loft­lags­málum en ekki öfugt.

Hún segir niður­stöðu úr út­tekt Loft­lags­ráðs á stjórn­sýslu í kringum loft­lags­mál á Ís­landi sláandi. „Verka­skipting er ó­skýr, það skortir sam­ræmda heildar­sýn, utan­um­haldið er ó­ljóst og losara­legt og í raun gengið svo langt að segja að ekki sé nein raun­veru­leg stjórn­sýsla í lofts­lags­málum. Að mati Capacent þarf að flétta lofts­lags­málin betur inn í allar á­kvarðanir stjórn­valda, strax á frum­stigi.“

„Þar er létt­lestin málið“

Helga Vala segir að létt­lestir séu klár­lega það sem koma skal í sam­göngum fram­tíðarinnar.

„Mig langar mikið að koma okkur inn i þessa fram­tíðar­sýn og greiða leið þeirra sem hafa verið að skoða hér á landi,“ skrifar Helga.

„Létt­lestir eru klár­lega það sem koma skal en ein­mitt á þessari stundu eru aðilar í mál­þófi í þinginu sem á­samt skoðana­syst­kinum á þingi líta meðal annars á strætó sem ógn og tíma­sóun og vilja að því er virðist bara fleiri mis­læg gatna­mót og trúa ekki á lofts­lags­vá. Það er tími til kominn að opna augun fyrir fram­þróun í sam­göngum. Þar er létt­lestin málið.“