Al­þjóð­leg kvenna­sam­tök sem berjast gegn kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi og á­reitni munu halda heims­fund í Hörpu 16. til 18. ágúst næst­komandi undir yfir­skriftinni Reykja­vík Dia­logu­e, renewing acti­v­ism to end vio­l­ence against wo­men.

„Hug­myndin kviknaði í fyrra eða jafn­vel fyrr og kemur frá því að aktiv­istar og fólk sem vinnur með brota­þolum of­beldis langaði að hittast og ráða ráðum sínum,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir, verk­efna­stýra hjá Stíga­mótum í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hún segir að á hverju ári séu á­huga­verðir al­þjóð­legir fundir skipu­lagðir en þeir séu oft á vegum ríkis­stjórna, Sam­einuðu þjóðanna eða annarra stórra milli­ríkja­stofnanna.

„Raddir þeirra sem eru á vett­vangi að vinna vinnuna með brota­þolum eru ekkert sér­stak­lega á­berandi á slíkum fundum og í þessum sam­ræðum. En það hafa verið haldnar svona ráð­stefnur áður og það er enn talað á Stíga­mótum um ráð­stefnu sem haldin var í Brig­hton árið 1996 þar sem að komu saman konur frá öllum heims­hornum sem vinna að því að binda enda á of­beldi gegn konum,“ segir Steinunn.

Hún segir að frá þeim tíma hafi ekki verið haldin slík ráð­stefna eða fundur aftur og að hug­myndin að baki heims­fundinum sem haldinn verður hér í ágúst sé sú að endur­taka þann fund.

Ríkis­stjórnin og Reykja­víkur­borg styrkja fundinn og að­stoða við að gera fundinn að veru­leika. „En ráð­stefnan og fundurinn sjálfur er skipu­lagt af gras­rótinni,“ segir Steinunn.

Þannig það er frelsi og ráð­rúm til að gagn­rýna?

„Hug­myndin er sú að það er al­gert dag­skrár­frelsi fyrir okkur í gras­rótinni til að á­kveða hvað verður talað um og hvernig við tölum um það,“ segir Steinunn.

Steinunn segir að áskoranir séu ólíkar víða um heim en þær vonist til þess að einhver pólitísk útkoma verði af fundinum.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ráðstefnan rafræn en vonast til að geta haldið fund

Hún á von á því að þróun heims­far­aldursins hafi á­hrif á það hvernig fundurinn og ráð­stefnan fari fram en það sé á­kveðið að ráð­stefnan verði á netinu. Það standa þó vonir til þess að það sem kallast Reykja­vík Dia­logu­e verði hægt að halda hér í raunheimi.

„Það verða kannski 100 manns og vonandi tekst okkur að halda það á Ís­landi og hittast í sama rýminu. En það er auð­vitað háð því hvernig gengur með bólu­setningar um allan heim,“ segir Steinunn.

Hún á von á því að fleiri en ella geti tekið þátt því ráð­stefnan verður á netinu og segir að það sé unnið að því að finna lausnir svo fólkið sem sé á ráð­stefnunni séu ekki bara á­heyr­endur heldur geti þau tekið þátt.

„Dag­skráin er ó­mótuð en mark­miðin eru að segja hvert öðru frá því hvað við höfum verið að gera og móta að­gerða­á­ætlun til næstu fimm ára eða hvað okkur finnst vera mestu for­gangs­at­riðin á næstu árum í bar­áttunni gegn of­beldi. Við viljum fá pólitíska út­komu eftir fundinn,“ segir Steinunn.

Ólíkar áskoranir

Hún segir að að­stæður séu auð­vitað ó­líkar víða um heim og það verði sannar­lega tekið til­lit til þess á fundinum og í þeirri að­gerða­á­ætlun sem sett verður saman.

„Hjá á­kveðnum heims­hlutum eru for­gangs­at­riðin lim­lestingar á kyn­færum kvenna og barna­hjóna­bönd og það er ekki það sem við erum að kljást við hér á Ís­landi. Það sem við erum að kljást við eru aðrar út­gáfur af kyn­bundnu of­beldi sem er ekki síður mikil­vægt að takast á við. Vissu­lega eru því á­skoranirnar ó­líkar en sam­eigin­lega ætlum við að reyna að setja for­gangs­at­riði á oddinn og styðja við hver aðra, sama hvar við erum í heiminum,“ segir Steinunn að lokum.

Ríkis­stjórnin sam­þykkti á al­þjóð­legum bar­áttu­degi kvenna, 8. mars 2020, að styrkja fundinn. Þá hefur Reykja­víkur­borg einnig sam­þykkt að styðja við fundinn.

„Kyn­ferðis­legt og kyn­bundið of­beldi er skýrasta birtingar­mynd mis­réttis og bæði or­sök þess og af­leiðing. Bar­átta kvenna­hreyfingarinnar og sam­starf hennar við sam­tök víða um heim hefur sannar­lega verið ís­lensku sam­fé­lagi til heilla. Þessi fundur er liður í sam­eigin­legri bar­áttu okkar til að upp­ræta hvers­kyns kyn­bundið og kyn­ferðis­legt of­beldi og á­reitni gegn konum og stúlkum í sam­ræmi við heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna,” sagði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, í til­kynningu frá ráðu­neytinu í vikunni.

Til­kynning er að­gengi­leg hér.

Hægt er að fylgjast með skipu­lagningu fundarins hér á vef­síðu Reykja­vík Dia­logu­e.