Bandarísk og súrínömsk yfirvöld ræða nú um hvort síðarnefnda ríkið geti tekið á móti afgönsku flóttafólki sem ekki fær dvalarleyfi í Bandaríkjunum af öryggisástæðum.Fólkið er nú í bandarísku herstöðinni Camp Bondsteel í Kósóvó eftir að hafa flúið heimaland sitt er Talibanar komust aftur til valda í fyrra.

Nokkur hafa kosið að snúa aftur heim í stað þess að dvelja í Kósóvó, eða bíða eftir að komast annað

„Við íhugum þetta,“ segir Marten Schalkwijk, sendiherra Súrínam í Washington. Landið sé vel í stakk búið til að taka við fólki.