Forsvarsmenn Minningarsjóðs Þorbjörns Hauks Liljarssonar, Öruggs skjóls, hafa hug á að opna áfangaheimili í Reykjanesbæ. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjanesbæjar gerði grein fyrir málinu á fundi velferðarsviðs í síðustu viku en málinu var frestað og starfsfólki sviðsins gert að afla frekari upplýsinga. Í samtali við Fréttablaðið sagði Hera að ekki væri enn komið á hreint hvort af opnun heimilisins yrði en að samtal væri í gangi á milli bæjarins og minningarsjóðsins.

Guðrún Hauksdóttir Schmidt, talsmaður Öruggs skjóls og móðir Þorbjörns Hauks, segir verkefnið bæði brýnt og mikilvægt. Ekkert áfangaheimili sé á Suðurnesjum fyrir þá sem hafi lokið áfengis- eða vímuefnameðferð, fyrrum fanga eða þá sem eigi í engin hús að venda.