Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt að vísa deiliskipulagi að grafreit í Naustaborgum til gerðar starfsáætlunar.

Í fimmtán ár hefur verið umræða um nýjan kirkjugarð í Naustaborgum. Árið 2017 var samþykkt að bæta því við aðalskipulag.

„Þetta er eitt skref áfram. Það tók tuttugu ár að koma þessu á aðalskipulag og við erum að færast í rétta átt,“ segir Smári Sigurðsson hjá Kirkjugörðum Akureyrar.