Mat­væla- og lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna (FDA) vill minnka nikó­tín­inni­hald sígaretta um 95 prósent, eða það mikið að þær hætti að vera á­vana­bindandi. Wall Street Journal greinir frá.

Ríkis­stjórn Joe Biden, for­seta Banda­ríkjanna, á­ætla að gefa út til­skipun um að nikó­tín­magn allra sígarettna sem seldar eru í Banda­ríkjunum verði lækkað tals­vert. Vonir standa til að með þessum breytingum muni reykingar dragast verulega saman þar í landi, en á­ætlað er að tæp­lega þrettán prósent Banda­ríkja­manna reyki dag­lega.

Þessi á­form hafa mætt mikilli mót­spyrnu af hálfu stærstu sígarettu­fram­leið­enda í Banda­ríkjunum, en sígarettuiðnaðurinn veltir um 95 milljörðum dollara ár­lega. Þá hafa þeir lýst yfir að þeir muni beita sér af fullum þunga gegn til­skipuninni þar sem hún stangist mögulega á við lög.

Sam­kvæmt frétta­miðlinum The New York Times er enn margt á reiki varðandi út­færslu til­skipunarinnar, en í til­kynningu á heima­síðu eftir­litsins segir að til­skipunin taki gildi í maí 2023.