Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Happdrætti Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsspil, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg að loka spilakössum sínum yfir hátíðirnar frá 15. desember til 5. janúar.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að jól og áramót eigi að vera hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum. Þau vitna einnig í niðurstöður frá Háskóla Íslands sem staðfestir að það séu spilafíklar sem standi að verulegum hluta undir heildartekjum á almennum spilakassarekstri.
Samtökin ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar en segja að þau myndu fagna lokun spilakassa yfir hátíðirnar sem mikilvægum áfanga.