Sam­tök á­huga­fólks um spila­fíkn skora á Happ­drætti Há­skóla Ís­lands, Há­skóla Ís­lands, Ís­lands­spil, Rauða krossinn á Ís­landi og Lands­björg að loka spila­kössum sínum yfir há­tíðirnar frá 15. desember til 5. janúar.

Í til­kynningu frá sam­tökunum segir að jól og ára­mót eigi að vera há­tíð kær­leika, friðar og sam­veru með fjöl­skyldu, börnum og ást­vinum. Þau vitna einnig í niður­stöður frá Há­skóla Ís­lands sem stað­festir að það séu spila­fíklar sem standi að veru­legum hluta undir heildar­tekjum á al­mennum spila­kassa­rekstri.

Sam­tökin í­treka fyrri á­skoranir um að spila­kössum verið lokað til fram­búðar en segja að þau myndu fagna lokun spila­kassa yfir há­tíðirnar sem mikil­vægum á­fanga.