Höfðatorg hefur óskað eftir því að að rífa niður Katrínartún 12 og 12a, sem áður hýsti skrifstofur WOW air. Katrínartún 12 er um 1.300 fermetrar að stærð og Katrínartún 12a er um 300 fermetrar. Í afgreiðslu byggingarfulltrúa kemur fram að rifi hafi verið frestað þar til ákveðið verði hvað eigi að koma í staðinn fyrir gömlu höfuðstöðvarnar.

Flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota 28. mars í fyrra. Húsið stendur enn í einkennislit félagsins.